Fólk í kosningateymi Höllu fékk milljónir frá OS

Orkustofnun hefur greitt Langbrók 12.764.265 krónur.
Orkustofnun hefur greitt Langbrók 12.764.265 krónur. Samsett mynd

Fjár­mun­ir sem hlaupa á tug­um millj­ón­um króna hafa runnið frá Orku­stofn­un (OS) til fyr­ir­tækja þar sem stjórn­end­ur og eig­end­ur eru með mik­il tengsl við fram­boð Höllu Hrund­ar Loga­dótt­ur. 

Eru þetta verk­kaup und­ir liðum eins og til dæm­is „önn­ur sér­fræðiþjón­usta“ á síðustu 16 mánuðum. Sum­ir hafa bein tengsl við kosn­inga­bar­áttu Höllu. Á þess­um tíma var Halla að sinna starfi orku­mála­stjóra.

Sam­tals hef­ur OS á síðustu 16 mánuðum greitt 31.117.824 krón­ur til þriggja fyr­ir­tækja þar sem eig­end­ur og stjórn­end­ur hafa ým­ist verið bein­ir þátt­tak­end­ur í kosn­inga­bar­áttu Höllu eða verið upp­hafs­menn í Face­book-hópi til stuðnings Höllu.

Hægt er sjá þess­ar greiðslur á vef op­inna reikn­inga rík­is­ins.

Fékk 7,6 millj­ón­ir frá OS

99 ehf. þáði 7,6 millj­ón­ir í greiðslur frá OS á síðustu 16 mánuðum sam­kvæmt opn­um reikn­ing­um rík­is­ins.

Greiðslurn­ar eru ým­ist merkt­ar sem ann­ar kostnaður eða mynd­banda­gerð í bók­haldi OS.

Eig­andi 99 ehf. er Óskar Örn Arn­ar­son. Hann er í kosn­ingat­eymi Höllu, sam­kvæmt svör­um frá fram­boðinu við fyr­ir­spurn mbl.is. 

Yfir 10 millj­ón­ir til fyr­ir­tæk­is utan ramma­samn­ings

Attent­us-Mannauður og ráð ehf. þáði 10.740.208 krón­ur á sama tíma­bili frá OS. Helga Lára Haar­de er starfsmaður Attent­us til margra ára, er í kosn­inga­stjórn Höllu Hrund­ar og tengiliður fram­boðsins við lands­kjör­stjórn.

Til viðbót­ar við Helgu Láru hafa þrír eig­end­ur Attent­us verið með í Face­book hópi Höllu frá upp­hafi. Það eru Drífa Sig­urðardótt­ir, Inga Björg Hjalta­dótt­ir og Ing­unn Björk Vil­hjálms­dótt­ir. Helga er stjórn­andi í stuðnings­manna­hópi Höllu Hrund­ar.

Þess má geta að Attent­us ehf. er ekki aðili að ramma­samn­ingi rík­is­ins um inn­kaup á rekstr­ar­ráðgjöf, en í samn­ingn­um er sér­stak­ur kafli um mannauðsmál og eiga tólf önn­ur fyr­ir­tæki aðild að samn­ingn­um.

„Fyr­ir ligg­ur samn­ing­ur um þjón­ustu mannauðsstjóra til leigu milli OS og Attent­us. Samn­ing­ur­inn er samþykkt­ur í mars 2023 og er ótíma­bund­inn með 3 mánaða upp­sagna­fresti. Að svo stöddu liggja ekki fyr­ir upp­lýs­ing­ar hvort kallað hafi verið eft­ir verðfyr­ir­spurn í þjón­ust­una en hún var á þeim tíma sem samn­ing­ur­inn var gerður ekki hluti af ramma­samn­ings­kerfi Rík­is­kaupa og því var stofn­un­inni heim­ilt að ganga til samn­inga við Attent­us. Rétt kann þó að vera að end­ur­skoða slíka samn­inga nú þegar ramma­samn­ing­ur um ráðgjöf, þ.m.t. mannauðsráðgjöf, er í gildi,“ seg­ir í svari frá Orku­stofn­un við fyr­ir­spurn mbl.is. 

Tæp­lega 13 millj­ón­ir til Lang­brók­ar

Eins og Morg­un­blaðið greindi frá síðustu helgi þá hef­ur Kar­en Kjart­ans­dótt­ir, sam­skipta­stjóri Orku­stofn­un­ar, farið í leyfi frá og með í síðustu viku, en hún hef­ur sam­hliða þeim störf­um verið í innsta hring for­setafram­boðs Höllu Hrund­ar.

Kar­en hef­ur starfað skv. samn­ingi OS við fyr­ir­tækið Lang­brók ehf., þar sem hún er einn eig­enda. Samn­ing­ur­inn var gerður til eins árs hinn 31. mars 2023 og var ný­lega fram­lengd­ur um annað ár og er enn í gildi.

Allt frá því að fyrr­greind­ur samn­ing­ur var gerður hef­ur Orku­stofn­un greitt Lang­brók 12.764.265 krón­ur, sam­kvæmt opn­um reikn­ing­um rík­is­ins.

Mest allt „önn­ur sér­fræðisþjón­usta“

Lang­mest af fyrr­nefnd­um greiðslum falla und­ir „aðra sér­fræðiþjón­ustu“. Þegar tekið er sam­an all­ar greiðslur OS síðustu 16 mánuði vegna „annarr­ar sér­fræðiþjón­ustu“ þá má sjá að OS hef­ur greitt alls 55.374.486 krón­ur til ým­issa stofn­ana og fyr­ir­tækja und­ir þeim lið.

Ef tek­in eru út fyr­ir sviga sér­hæfð fyr­ir­tæki og stofn­an­ir, sem ein­beita sér að orku­markaði og orku­rann­sókn­um, þá standa eft­ir ýmis ráðgjafa­fyr­ir­tæki.

Þau fyr­ir­tæki fengu greitt 32.861.839 krón­ur frá OS af fyrr­nefndri 55 millj­óna króna upp­hæð. Af þeim tæp­lega 33 millj­ón­um króna runnu að minnsta kosti 24.673.965 krón­ur til fyrr­nefndra þriggja fyr­ir­tækja með tengsl við Höllu Hrund. Það eru rétt rúm­lega 75%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina