Hvernig mun Halla Hrund haga málum embættisins?

Halla Hrund Logadóttir, Guðmundur Árni Stefánsson og Eva Dögg Davíðsdóttir …
Halla Hrund Logadóttir, Guðmundur Árni Stefánsson og Eva Dögg Davíðsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Halla Hrund Loga­dótt­ir for­setafram­bjóðandi sit­ur fyr­ir svör­um í næsta þætti af Spurs­mál­um sem verður sýnd­ur á mbl.is klukk­an 14 í dag.

Í byrj­un apr­íl­ lýsti Halla Hrund yfir for­setafram­boði sínu. Í kjöl­farið óskaði hún eft­ir tíma­bundu leyfi frá starfi sínu sem orku­mála­stjóri hjá Orku­stofn­un til að ein­beita sér að fullu að fram­boðinu.

Áður en Halla Hrund ákvað að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands var hún lítt þekkt í ís­lensku sam­fé­lagi. Frá þeim stutta tíma hef­ur mikið vatn runnið til sjáv­ar en sam­kvæmt nýj­ustu fylg­is­könn­un­um virðist Halla Hrund leiða lest­ina og mæl­ist með mest fylgi fram­bjóðenda.

Lagðar verða krefj­andi spurn­ing­ar fyr­ir Höllu Hrund í þætt­in­um er tengj­ast valdsviði for­set­ans og knúið á um svör hvers kon­ar for­seti hún hyggst verða nái hún kjöri.

Frétt­ir vik­unn­ar líf­leg­ar að vanda

Yf­ir­ferð á frétt­um vik­unn­ar verður í sér­lega góðum hönd­um í Spurs­mál­um þessa vik­una. Eva Dögg Davíðsdótt­ir nýr þingmaður Vinstri Grænna mæt­ir í settið ásamt Guðmundi Árna Stef­áns­syni vara­for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til að ræða það sem mest fór fyr­ir í líðandi viku. Bú­ast má við að líf­leg­ar umræður kunni að skap­ast þeirra á milli.

Vertu viss um að fylgj­ast með Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga klukk­an 14. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina