Ótímabundin leyfi verði líklega ekki gefin út

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarkey Ol­sen mat­vælaráðherra tel­ur að gerðar verði breyt­ing­ar á frum­varpi um lagar­eldi á þann veg að ekki verði veitt ótíma­bund­in rekstr­ar­leyfi til fyr­ir­tækja í sjókvía­l­edi. 

„Það er Alþing­is að ákveða það en já ég held að það verði gerðar breyt­ing­ar á því,“ seg­ir Bjarkey og út­skýr­ir að hún sé að tala um breyt­ing­ar á ákvæði um ótíma­bund­in rekstr­ar­leyfi.

Sem sagt að það verði ekki gef­in út ótíma­bund­in leyfi?

„Já. Mér finnst það lík­legt og ég hef alla­vega orðað það við þau og ráðuneytið mitt hef­ur farið á þeirra fund og komið með til­lög­ur að því. En það þarf að skoða það vand­lega hvort að aðrar grein­ar haldi þá og við get­um í raun­inni beitt jafn ít­ar­leg­um viður­lög­um og gert er ráð fyr­ir í frum­varp­inu eins og það ligg­ur fyr­ir nefnd­inni núna,“ seg­ir Bjarkey.

Þá er ég al­veg dús við það“

Spurð hvort að rök­in fyr­ir ótíma­bundn­um leyf­un­um hafi ekki m.a. verið til að tryggja gott rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækj­anna, seg­ir Bjarkey:

„Nei rök­in voru fyrst og fremst sú að það voru íþyngj­andi aðgerðir sem frum­varpið býr yfir og það var talið auðveld­ara að grípa inni, ekki síst með til­liti til þess að svipta leyfi. En ef það er hægt að gera það með því að hafa þau tíma­bund­in þá er ég al­veg dús við það. En eins og ég segi þá eru önn­ur ákvæði sem þarf að fara í gegn­um til þess að vita hvort að það held­ur.“

Von­ast til þess að frum­varpið verði samþykkt fyr­ir sum­ar­frí

At­vinnu­vega­nefnd Alþing­is ræddi á fundi sín­um í gær hug­mynd­ir um að binda rekstr­ar­leyfi fyr­ir­tækja í sjókvía­eldi við 16 ár. Bjarkey seg­ir það nefnd­ar­inn­ar að út­færa tím­ann.

„Ég ætla ekki að hafa skoðun á því,“ seg­ir Bjarkey.

Hún seg­ir að frum­varpið sé á byrj­un­arstigi í nefnd­inni en von­ast til þess að frum­varpið verði samþykkt fyr­ir sum­ar­frí.

Umdeildu ákvæði um ótímabundin rekstraleyfi í frumvarpi matvælaráðherra verður líklega …
Um­deildu ákvæði um ótíma­bund­in rekstr­a­leyfi í frum­varpi mat­vælaráðherra verður lík­lega breytt. mbl.is/Þ​or­geir
mbl.is