Spursmál: Halla Hrund situr fyrir svörum

Eva Dögg Davíðsdóttir, Halla Hrund Logadóttir og Guðmundur Árni Stefánsson …
Eva Dögg Davíðsdóttir, Halla Hrund Logadóttir og Guðmundur Árni Stefánsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum.

Halla Hrund Loga­dótt­ir for­setafram­bjóðandi sat fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar.

Þátt­ur­inn var sýnd­ur hér á mbl.is fyrr í dag en upp­tök­una má sjá í spil­ar­an­um hér að neðan, á Spotify og Youtu­be og er öll­um aðgengi­leg.

Krefj­andi spurn­ing­ar

Lagðar voru krefj­andi spurn­ing­ar fyr­ir Höllu Hrund í þætt­in­um er tengj­ast valdsviði for­set­ans og knúið á um svör hvers kon­ar for­seti hún hyggst verða nái hún kjöri. Þar voru mál­skots­rétt­ur­inn, stjórn­ar­skrá­in, tungu­málið og margt annað til umræðu.

Spurn­ing­ar um fortíð Höllu Hrund­ar og störf henn­ar sem orku­mála­stjóri voru einnig dregn­ar upp en Halla Hrund var lítt þekkt í ís­lensku sam­fé­lagi áður en hún ákvað að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands.

Óvenju­leg tengsl

Í byrj­un apríl lýsti Halla Hrund yfir for­setafram­boði sínu. Í kjöl­farið óskaði hún eft­ir tíma­bundnu leyfi frá starfi sínu sem orku­mála­stjóri hjá Orku­stofn­un til að ein­beita sér að fullu að fram­boðinu.

Vafi hef­ur leikið á tengsl­um Orku­stofn­un­ar við verk­taka sem nú starfa í kosn­ingat­eymi Höllu Hrund­ar.

Þykir mörg­um spurn­ing­um ósvarað hvað tengsl­in varðar og hug­mynd­ir uppi um að þau séu af óvenju­leg­um toga, sé tekið mið af nán­um tengsl­um henn­ar við Orku­stofn­un rík­is­ins þar sem hún hef­ur verið hæ­stráðandi fram til þessa.

Var Höllu Hrund gert að svara fyr­ir fyrr­nefnd tengsl.

Líf­leg frétta­vika að baki

Yf­ir­ferð á frétt­um vik­unn­ar var í sér­lega góðum hönd­um í þætt­in­um. Eva Dögg Davíðsdótt­ir nýr þingmaður Vinstri Grænna mætti í settið ásamt Guðmundi Árna Stef­áns­syni vara­for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til að ræða það sem bar hæst á góma í vik­unni sem senn er á enda. Sköpuðust líf­leg­ar og upp­lýs­andi umræður þeirra á milli.

Ekki missa af fræðandi og fjör­ugri umræðu í Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga klukk­an 14.

mbl.is