Heimur ekki á heljarþröm

Bandaríski fjölfræðingurinn David Friedman.
Bandaríski fjölfræðingurinn David Friedman. mbl.is/Árni Sæberg

Banda­ríski fjöl­fræðing­ur­inn Dav­id Friedm­an, son­ur hins heimsk­unna hag­fræðings Milt­ons Friedm­ans, seg­ir alltof mikið gert úr hugs­an­leg­um áhrif­um lofts­lags­breyt­inga.

„Því tel ég að hug­mynd­in um yf­ir­vof­andi ham­far­ir sem muni þurrka út siðmenn­ing­una sé hrein­lega þvætt­ing­ur. Sú hug­mynd að þeim fylgi veru­leg út­gjöld sem ættu að vera okk­ur áhyggju­efni er ekki þvætt­ing­ur, en ég er ekki viss um að hún sé rétt. Sé málið skoðað vand­lega er eng­in ástæða til að gefa sér að hlýn­un sé slæm,“ seg­ir Friedm­an, sem rök­styður mál sitt í viðtali við Morg­un­blaðið í dag.

Friedm­an tel­ur Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu á villi­göt­um í ný­leg­um lofts­lags­dómi. Það sama sé að ger­ast í Strass­borg og í Banda­ríkj­un­um, að dóm­stól­um sé beitt í póli­tísk­um til­gangi. Jafn­framt er rætt við hann um mik­ils­vert fram­lag gyðinga til vís­inda og lista. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: