Ólst reyndar líka upp í einbýlishúsi

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Halla Hrund Loga­dótt­ir hef­ur nokkr­um sinn­um gert það að um­tals­efni í kosn­inga­bar­átt­unni að hún hafi al­ist upp í blokk í Árbæn­um. Staðreynd­in er þó sú að hún ólst einnig upp í ein­býl­is­húsi, en það hef­ur ekki fylgt sög­unni fyrr en nú.

    Þetta kem­ur fram í nýj­asta viðtal­inu við Höllu Hrund í Spurs­mál­um og spannst umræðan um æsku­bú­set­una út frá því hversu mikl­um fjár­mun­um fram­bjóðand­inn hyggst verja til kosn­inga­bar­átt­unn­ar.

    Orðaskipt­in um þetta má sjá og heyra í spil­ar­an­um hér að ofan, en þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan.

    Halla Hrund Logadóttir er nýjasti gestur Spursmála.
    Halla Hrund Loga­dótt­ir er nýj­asti gest­ur Spurs­mála. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

    Veit ekki hversu miklu verður varið í bar­átt­una

    Hvað hyggstu eyða mikl­um pen­ing­um í bar­átt­unni?

    „Ég bara veit ekki ná­kvæm­lega hvernig það þró­ast.“

    Þú mátt eyða 70 millj­ón­um.

    „Já, ég get sagt þér að ég kem úr venju­leg­um bak­grunn, ef svo má segja, ég ólst hérna upp í bak­g­arðinum í blokk í Hraun­bæn­um og...“

    202 fer­metra ein­býl­is­hús

    Reynd­ar í Viðarási 22 sem er ein­býl­is­hús.

    „Já for­eldr­ar mín­ir byggðu og við flutt­um þangað þegar ég er kom­in á ferm­ing­ar­ald­ur. Ég kem úr venju­legu um­hverfi, var mikið í sveit aust­ur á Síðu.“

    Þú legg­ur áherslu á blokk­ina, en þú bjóst líka í ein­býl­is­húsi sem barn.

    Njóti ekki sömu tæki­færa og hún

    „Já, já, en ég er líka í þessu fram­boði, bara til að koma því að, sko við erum að sjá að það eru ekki all­ir í þessu sam­fé­lagi sem hafa það jafn gott. Það eru ólík­ir hóp­ar sem þarf að taka utan um og ég ólst upp í stúd­íó­í­búð í Hraun­bæn­um þar til að ég var sex ára og ég hef fengið svo mikið af tæki­fær­um og ég hef átt landið okk­ar að á svo marga vegu. Og ég er ekki viss um að sama stelpa sem myndi al­ast upp í blokk til sex ára ald­urs hefði öll þau tæki­færi í dag. Þannig að mig lang­ar að við tök­um utan um ólíka hópa, að við þétt­um raðirn­ar.“

    En eru það ekki bara stjórn­mála­menn sem eiga að gera það?

    „Nei, það er akkúrat hægt, sko embætti...“

    Embætti for­seta sam­kvæmt stjórn­ar­skránni er ekki að bæta kjör fólks.

    „Nei, en embætti for­seta get­ur sann­ar­lega orðið liðsmaður og talsmaður þess að við séum að hugsa um hvert annað, að við séum að draga sam­an ólíka þræði. Að við séum ekki að horfa á sundr­ungu held­ur séum við að draga okk­ur sam­an. Þannig höf­um við alltaf verið sterk­ust. Og af því að ég segi að ég er með þessi gildi þátt­töku og sam­starfs sem ég tala fyr­ir, að þau birt­ast ekki bara í því að við séum betri í að koma hlut­un­um í verk þannig, eins og ég hef talað um og þú varst að nefna sveit­ina, í tengsl­um við heyskap, en þau birt­ast líka í því, Stefán, að við erum að sjá far­ald­ur ein­mana­leika í sam­fé­lag­inu okk­ar, það er að birt­ast, t.d. ef við horf­um á ungt fólk.“

    Farið um víðan völl

    Nú eru við far­in að fara út um víðan völl.

    „Nei, nei, við erum akkúrat far­in að tala um það sem við eig­um að tala um hérna.“

    Þetta er ekki stjórn­ar­skrár, þetta er ekki starfs­lýs­ing­in sam­kvæmt stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins Íslands. Það er ekki verið að ráða for­seta til að gera hvað sem er.

    „En for­seti á líka að tala fyr­ir sam­stöðunni. Hann á að draga, ég vil, ástæða þess að ég tala fyr­ir þátt­töku og sam­starfi er líka af því að við meg­um ekki horfa á unga fólkið okk­ar ein­angr­ast. Við verðum að fá þau til þess að vera með, framtíðin okk­ar bygg­ir á því að við séum öll að taka þátt.“

    Við tök­um þessa umræðu lengra þegar við hitt­um þig aust­ur á Héraði á mánu­dag, við Andrés mun­um hitta þig þar.

    Alltaf að hitt­ast

    „Við erum hérna sam­an bara ann­an hvern dag.“

    Já, já og svo mun­um við hitt­ast aft­ur í lok maí í kapp­ræðum hér, rétt áður en kosn­inga­bar­átt­unni lýk­ur. Við verðum að slíta þessu núna því við erum runn­in út á tíma.

    „Leyf­ir þú mér að koma með loka­setn­ingu.“

    Já eina setn­ingu.

    „Leyfðu mér að hafa þær þrjár. Nú er ég búin að vera á Norður­landi, ég er búin að vera að heim­sækja fyr­ir­tæki sem eru að fjöl­nýta okk­ar auðlind­ir sem eru að skapa verðmæti og mig lang­ar til að lyfta öll­um þessu góðu verk­um upp, þannig að við séum að...“

    Við för­um bet­ur yfir það á mánu­dag­inn.

    Viðtalið við Höllu Hrund má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan:

     

    mbl.is