Andleg sýn nátengd sköpunargáfunni

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. mbl.is/Arnþór

Jón Gn­arr for­setafram­bjóðandi seg­ist aðhyll­ast húm­an­isma og seg­ir and­lega sýn sína vera ná­tengda sköp­un­ar­gáfu sinni.

Verði hann kjör­in for­seta Íslands seg­ist hann ekki munu lenda í vand­ræðum með að fylgja stjórn­ar­skrá Íslands og sinna þeim embætt­is­skyld­um sem snúa að þjóðkirkj­unni.

Í face­book­færslu sinni rek­ur Jón Gn­arr hvernig trú­mál­um hans hef­ur verið hagað í gegn­um lífið.

„Ég hef oft verið ósam­mála ver­ald­leg­um kirkju­yf­ir­völd­um um ým­is­legt. Til dæm­is skoðanir er varða eigna­rétt kvenna yfir sín­um eig­in lík­ama, sam­kyn­hneigð og fleiri mál sem ég tel til al­mennra mann­rétt­inda. Þetta gild­ir um þjóðkirkj­una en ekki síður kaþólsku kirkj­una,” seg­ir hann.

„Á síðustu árum hef ég aðhyllst Húm­an­isma ekki síst vegna ást­ar minn­ar á mann­eskj­unni og manns­and­an­um. En ég á trúna mína líka. Ég er and­lega sinnaður og lang­ar bara að eiga mér ein­falda, ís­lenska alþýðutrú. Ég trúi á kær­leik­ann sem býr í mann­eskj­unni og trúi því að hann sé öll­um kennd­um æðri og muni að lok­um sigr­ast á öllu öðru. Mín and­lega sýn er ná­tengd sköp­un­ar­gáfu minni því mér finnst hún sjaldn­ast frá mér kom­in held­ur upp­lifi mig frek­ar sem verk­færi sem hún not­ast við,” bæt­ir Jón Gn­arr við.

Hann kveðst í dag ekki hafa sér­staka skoðun á trú eða lífs­skoðunum ann­ars fólks. Leit­ast hann við að sýna skoðunum þess sömu virðingu og hann biður það um að sýna hon­um og hans skoðunum.

„Verði ég kos­inn for­seti Íslands mun ég ekki eiga í nein­um vand­ræðum með að fylgja stjórn­ar­skrá Íslands og sinna þeim embætt­is skyld­um er snúa að Þjóðkirkj­unni og inna þær af hendi af virðingu, ábyrgð og auðmýkt,” bæt­ir hann við.

mbl.is