„Greinlega allt á réttri leið“

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi.
Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóðandi seg­ir allt stefna í spenn­andi for­seta­kosn­ing­ar sem fram fara 1. júní næst­kom­andi þar sem tólf manns, sex karl­ar og sex kon­ur, eru í fram­boði.

Í nýrri skoðana­könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið, sem birt er í dag, hef­ur fylgi Katrín­ar auk­ist á milli vikna. Hún mæl­ist með 21,3 pró­sent en var með 18 pró­sent í liðinni viku.

„Þess­ar skoðanakann­an­ir eru svo mis­vís­andi en ég las það í ein­hverri fyr­ir­sögn í morg­un að ég væri að sækja í mig veðrið sem mér finnst ánægju­legt. Ég gleðst yfir því og þetta er greini­lega allt á réttri leið,“ seg­ir Katrín við mbl.is.

Halla Hrund Loga­dótt­ir mæl­ist með mesta fylgið í könn­un­inni eða 29,7 pró­sent, Katrín kem­ur næst með 21,3 og Bald­ur Þór­halls­son mæl­ist með 20,4 pró­senta fylgi. Ekki er töl­fræðilega mark­tæk­ur mun­ur á milli Katrín­ar og Bald­urs.

Eig­um eft­ir að sjá tölu­verðar svipt­ing­ar

Katrín seg­ir enn langt í kosn­ing­arn­ar og finnst henni að kosn­inga­bar­átt­an sé að rétt að byrja. Hún var stödd í Reykja­nes­bæ þegar mbl.is náði tali af henni en þar seg­ist hún ætla að eyða deg­in­um og verður með fund þar í kvöld. Katrín seg­ir að fólk út um allt landi hafi tekið sér mjög vel.

„Ég held að þetta eigi eft­ir að verða spenn­andi kosn­ing­ar. Við eig­um eft­ir að sjá tölu­verðar svipt­ing­ar eft­ir því sem bar­átt­unni vind­ur fram,“ seg­ir Katrín.

mbl.is