Heldur kynningarfund um eldisfrumvarp

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna lagareldisfrumvarpið á opnum fundi …
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna lagareldisfrumvarpið á opnum fundi á miðvikudag. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­vælaráðherra mun kynna frum­varp til laga um lagar­eldi á opn­um fundi á Hilt­on Reykja­vík Nordica á miðviku­dag. Frum­varpið er þegar komið til meðferðar hjá at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins að Kol­bein Árna­son, skrif­stofu­stjóri mat­væla, mun að lok­inni kynn­ingu ráðherra fara yfir þær breyt­ing­ar sem hafa orðið á frum­varp­inu að loknu sam­ráðsferli. Voru frum­varps­drög­in birt í sam­ráðsgátt 6. des­em­ber síðastliðinn og lauk frest til um­sagn­ar 12. janú­ar og hef­ur verið unnið úr um þrjú hundruð um­sögn­um áður en frum­varpið var kynnt Alþingi í lok apríl.

Þá munu full­trú­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og Mat­væla­stofn­un­ar segja frá aðkomu sinna stofn­ana að frum­varp­inu og hverju lög­in myndu breyta fyr­ir þeirra starf­semi.

„Til­gang­ur frum­varps­ins er að skapa grein­inni ramma sem trygg­ir að sjálf­bærni og vernd líf­rík­is­ins verði höfð að leiðarljósi og hef­ur víðtækt sam­ráð verið haft hagaðila til að ná settu marki,“ seg­ir í til­kynn­ingu stjórn­valda.

mbl.is