Lögreglan rannsakar andlátið á Litla-Hrauni

Frá Litla-Hrauni.
Frá Litla-Hrauni. mbl.is/Árni Sæberg

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að vist­maður hafi fund­ist lát­inn í klefa sín­um á Litla-Hrauni í gær­morg­un.

Fé­lagið Afstaða sendi í morg­un frá sér til­kynn­ingu vegna and­láts­ins. 

Páll seg­ir að ekk­ert bendi til að and­látið hafi borið að með sak­næm­um hætti en maður­inn var fædd­ur árið 1992.

Hann seg­ir að lög­regl­an á Suður­landi fari með rann­sókn máls­ins en hann vilji að öðru leyti ekki tjá sig frek­ar um það að svo stöddu.

Litla-Hraun.
Litla-Hraun. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is