Segir samtalið við kjósendur rétt að byrja

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halla Tóm­as­dótt­ir for­setafram­bjóðandi seg­ir að sam­talið sem hjálpi kjós­end­um að átta sig á því hverj­ir fram­bjóðend­urn­ir séu, fyr­ir hvað þeir standa og hver þeirra sýn sé á embættið, sé rétt að byrja. 

„Ég fagna alltaf síg­andi lukku og bíð spennt eft­ir að heyra hvað fólki finnst þegar kapp­ræðuþátt­ur­inn, sá fyrsti þar sem við erum öll í sam­tali, er kom­inn inn í mengið,“ seg­ir Halla innt eft­ir viðbrögðum við nýj­ustu skoðana­könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið, en í henni mæl­ist fylgi henn­ar nú 5,1% en var áður 3,9%. 

Halla held­ur sér þannig í fimmta sæt­inu í bar­átt­unni um for­seta­embættið, en fyr­ir ofan hana eru Halla Hrund Loga­dótt­ir í topp­sæt­inu, Katrín Jak­obs­dótt­ir í öðru sæti, því næst Bald­ur Þór­halls­son og Jón Gn­arr í því fjórða. 

Sam­tal milli fram­bjóðenda mik­il­væg­ur part­ur af lýðræðinu

„Ég hef fengið gríðarlega sterk viðbrögð síðustu daga úr öll­um átt­um. Ég beið sjálf svo spennt eft­ir þessu [sam­tali milli allra for­setafram­bjóðend­anna] vegna þess að mér finnst þetta svo mik­il­væg­ur part­ur af lýðræðinu, að sam­tal með öll­um fram­bjóðend­um eigi sér stað. Það byrjaði á föstu­dag­inn og ég vona bara að það verði mörg til­felli í viðbót.“

Þá seg­ir Halla það upp­lif­un sína að það séu fleiri held­ur en færri kjós­end­ur sem enn eiga eft­ir að ákveða hvern þeir hyggj­ast kjósa í for­seta­kosn­ing­un­um þann fyrsta júní. 

„Ég hef alltaf sagt við kjós­end­ur að það sé mik­il­væg­ur hluti af því að taka þátt í lýðræðinu að gefa sér tíma og svig­rúm til þess að sjá og hlusta á orð í mynd. Því að það er óneit­an­lega þannig að sjá okk­ur tala fyr­ir því sem við trú­um á er mun áhrifa­rík­ara en margt annað. Þess vegna skipt­ir þetta sjón­varps­sam­tal mjög miklu máli til að ná til fjöld­ans,“ seg­ir Halla full bjart­sýni á fram­haldið. 

Kjós­end­ur hafi beðið eft­ir sam­tal­inu

Aðspurð seg­ir Halla nóg við að vera, það séu all­ir dag­ar þétt­ir og hún njóti þess að eiga í sam­tali við kjós­end­ur. Þá kveðst hún vera á leið norður í land á fimmtu­dag þar sem hún ætl­ar að vera á far­alds­fæti fram á sunnu­dag. 

„Miðað við viðbrögðin sem við erum að fá úr öll­um átt­um frá kjós­end­um þá held ég að þetta [sam­talið] sé það sem að kjós­end­ur hafa verið að bíða eft­ir. Ég vil gefa kjós­end­um og sýna kjós­end­um þá virðingu að þeir fái tæki­færi til þess áður en þau kveða upp sinn úr­sk­urð um hvern þau vilja kjósa.“ 

mbl.is