Gerði allt vitlaust með svari sínu

Flestar konur tengja án efa við svar Kenyu.
Flestar konur tengja án efa við svar Kenyu. Samsett mynd

Klippa úr banda­ríska spurn­ingaþætt­in­um Family Feud í um­sjón grín­ist­ans Steve Har­vey fór á mikið flug á sam­fé­lags­miðlum nú á dög­un­um.

Þátt­tak­andi að nafni Kenya gerði allt vit­laust með óvæntu svari sínu og eru net­verj­ar marg­ir hverj­ir sam­mála um að svar henn­ar sé það besta í sögu þátt­ar­ins, en Family Feud hef­ur verið í loft­inu frá ár­inu 1976. 

Í hverj­um þætti keppa tvær fjöl­skyld­ur, en leik­ur­inn sam­an­stend­ur af skemmti­leg­um spurn­ing­um sem kepp­end­ur þurfa að leysa í sam­ein­ingu. 

Flest­ar kon­ur tengja

Kenya tók þátt ásamt fjöl­skyldu sinni fyr­ir rétt tæpu ári síðan og heillaði Har­vey og áhorf­end­ur í sjón­varps­sal með hrein­skilni sinni, húm­or og ein­tómri snilli. 

Har­vey, sem hef­ur stjórnað þætt­in­um frá ár­inu 2010, spurði þátt­tak­end­ur hvaðan eða frá hverj­um þeir hefðu hlotið hvað mest­an stuðning í gegn­um æv­ina.

Flest­ir þátt­tak­end­ur nefndu fjöl­skyldumeðlim, vin, gælu­dýr eða vinnu­fé­laga en Kenya hristi vel upp í leikn­um þegar hún sagði mesta stuðning­inn vera frá brjósta­hald­ar­an­um sín­um.

Mik­il fagnaðarlæti brut­ust út í sjón­varps­sal þegar Kenya greindi frá svari sínu. Hún hlaut dynj­andi lófa­klapp frá Har­vey, áhorf­end­um og þátt­tak­end­um, enda átti hún það fylli­lega skilið.

mbl.is