Halla: Mikilvægt að halda utan um kristin gildi

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Ég er sjálf hluti af þjóðkirkj­unni og ég hef mína trú. Fyr­ir mér er það ekki vanda­mál og ég held líka að ís­lenskt sam­fé­lag byggi á gild­um – kristn­um gild­um – sem ég held að sé mik­il­vægt að halda utan um.“

    Þetta sagði Halla Hrund Loga­dótt­ir á for­seta­fundi Morg­un­blaðsins og mbl.is sem hald­inn var á Eg­ils­stöðum á mánu­dag­inn.

    For­seti þarf að geta tekið utan um alla

    Hún sagði að trú­ar­brögð væru mjög per­sónu­leg fyr­ir fólk og að það væri mis­mun­andi hversu trúað fólk væri, ef það væri yf­ir­höfuð trúað.

    „En sem for­seti þarftu að geta tekið utan um alla í sam­fé­lag­inu og sam­einað og fundið þá lyk­ilþætti sem við erum sam­mála um. Og ég held að það séu ein­mitt auðveld­ir þætt­ir,“ sagði hún.

    Halla Hrund á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is.
    Halla Hrund á for­seta­fundi Morg­un­blaðsins og mbl.is. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

    For­seta­embættið geti nýst til að færa hlýju

    Halla sagði alla vera sam­mála um þætti eins og mann­gæsku og gott og heil­steypt sam­fé­lag.

    „For­seta­embættið get­ur ein­mitt nýst til að færa hlýju, til að færa bjart­sýni og til þess að vera það embætti sem nær utan um okk­ur,“ sagði Halla Hrund.

    Hátt í 200 manns mættu á for­seta­fund­inn á Eg­ils­stöðum og næst mun Morg­un­blaðið og mbl.is halda for­seta­fund með Baldri Þór­halls­syni á Sel­fossi.

    Verður hann hald­inn þann 14. maí á Hót­el Sel­fossi klukk­an 19.30. Þá verður for­seta­fund­ur á Græna hatt­in­um á Ak­ur­eyri 20. maí klukk­an 19.30 með Katrínu Jak­obs­dótt­ur.

    Horfðu eða hlustaðu á þátt­inn í heild sinni á Spotify: 

    mbl.is