Íslendingar hafa mikinn áhuga á forsetakosningunum

Íslendingar hafa mikinn áhuga á kosningum til embættis forseta Íslands.
Íslendingar hafa mikinn áhuga á kosningum til embættis forseta Íslands. mbl.is/Hari

64% Íslend­inga hfa­mik­inn áhuga á kosn­ing­um til embætt­is for­seta Íslands og 12% lít­inn áhuga. Þá hafa Íslend­ing­ar al­mennt meiri áhuga á kosn­ing­un­um eft­ir því sem þeir eru eldri auk þess sem þeir sem kysu Katrínu hafa meiri áhuga á kosn­ing­un­um en þeir sem kysu aðra fram­bjóðend­ur. 

Þetta kem­ur fram í nýj­um þjóðar­púlsi Gallup sem unn­in var dag­ana 30. apríl til 3. maí.

Spurt var hversu mik­inn eða lít­inn áhuga fólk hefði á kosn­ing­um til embætt­is for­seta Íslands, auk þess sem fólk var spurt hversu mik­il­vægt eða lít­il­vægt því þætti embætti for­seta Íslands. 

Íbúar á höfuðborg­ar­svæðinu hafa meiri áhuga en aðrir 

Niður­stöður þjóðarplúss­ins sýna að Íslend­ing­ar hafa mik­inn áhuga á kosn­ing­un­um auk þess sem þær sýna að áhug­inn eykst eft­ir því sem fólk er eldra. Þá hafa íbú­ar á höfuðborg­ar­svæðinu meiri áhuga á kosn­ing­un­um held­ur en íbú­ar lands­byggðar­inn­ar. 

Einnig má sjá að ein­stak­ling­ar með fram­halds­skóla- eða há­skóla­próf hafa meiri áhuga á kosn­ing­un­um held­ur en fólk með minni mennt­un að baki. 

Þegar áhug­inn er skoðaður eft­ir stjórn­mála­skoðunum má sjá að þau sem kysu Viðreisn ef kosið yrði til Alþing­is í dag hafa meiri áhuga á for­seta­kosn­ing­un­um en þau sem kysu aðra flokka.

Hér má sjá hversu mikinn eða lítinn áhuga fólk hefur …
Hér má sjá hversu mik­inn eða lít­inn áhuga fólk hef­ur á kosn­ing­un­um eft­ir aldri, bú­setu, mennt­un og hvaða flokk þau myndu kjósa til Alþing­is í dag. Skjá­skot/​Gallup

Þá var áhug­inn jafn­framt skoðaður út frá fram­bjóðend­un­um og niður­stöðurn­ar sýna að þau sem kysu Katrínu Jak­obs­dótt­ur ef kosið yrði til for­seta í dag hafa meiri áhuga á for­seta­kosn­ing­un­um en þau sem kysu aðra fram­bjóðend­ur. 

Loks sýna niður­stöðurn­ar að þeir sem telja for­seta­embættið mik­il­vægt hafa meiri áhuga á kosn­ing­un­um en þau sem telja það lít­il­vægt. 

Hér má sjá hversu mikinn eða lítinn áhuga fólk hefur …
Hér má sjá hversu mik­inn eða lít­inn áhuga fólk hef­ur á kosn­ing­un­um eft­ir því hvern þau myndu kjósa til embætt­is for­seta Íslands í dag. Hér má jafn­framt sjá hversu mik­il­vægt eða lít­il­vægt fólki finnst embættið. Mynd/​Gallup

Kon­ur lík­legri til að finn­ast embættið mik­il­vægt 

Hvað varðar mik­il­vægi embætt­is­ins þá eru lands­menn al­mennt á því að for­seta­embættið sé mik­il­vægt. Sést það á niður­stöðunum sem sýna að 78% lands­manna finnst embættið mik­il­vægt á meðan 9% finnst það lít­il­vægt. 13% segja það þó hvorki mik­il­vægt né lít­il­vægt. 

Mik­il­vægi embætt­is­ins var jafn­framt skoðað út frá mun­in­um á kynj­un­um og sýna niður­stöðurn­ar að kon­um finnst embættið frek­ar mik­il­vægt en körl­um. 

Hvað ald­ur­inn varðar þá er fólk á milli þrítugs og fer­tugs ólík­leg­ast til að finn­ast embættið mik­il­vægt og þau sem kysu fram­sókn ef kosið yrði til Alþing­is í dag eru lík­legri til að finn­ast for­seta­embættið mik­il­vægt en þau sem kysu aðra flokka. 

Heild­ar­úr­taks­stærð könn­un­ar­inn­ar var 1.749 og þátt­töku­hlut­fall var 49,1%. Ein­stak­ling­ar í úr­taki voru handa­hófs­vald­ir úr viðhorfs­hópi Gallup. 

Hér má sjá hversu mikilvægt eða lítilvægt fólki finnst embætti …
Hér má sjá hversu mik­il­vægt eða lít­il­vægt fólki finnst embætti for­seta Íslands eft­ir kyni, aldri og hvaða flokk þau myndu kjósa til Alþing­is í dag. Mynd/​Gallup
mbl.is