Tekst Jóni að lækka í leiðindunum á föstudag?

Jón Gnarr situr fyrir svörum í Spursmálum næstkomandi föstudag.
Jón Gnarr situr fyrir svörum í Spursmálum næstkomandi föstudag. Skjáskot

Jón Gn­arr for­setafram­bjóðandi verður aðalviðmæl­andi Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í næsta þætti af Spurs­mál­um.

Þátt­ur­inn verður sýnd­ur hér á mbl.is á föstu­dag klukk­an 14.

Spurs­mál hafa vakið tölu­verða at­hygli í sam­fé­lag­inu und­an­farið fyr­ir bein­skeytt­ar umræður um for­setafram­bjóðend­ur og kosn­inga­bar­áttu þeirra. Í Spurs­mál­um er knúið á um svör fram­bjóðenda við erfiðum spurn­ing­um sem eiga er­indi við kjós­end­ur og sit­ur Jón Gn­arr fyr­ir svör­um í næsta þætti. 

Líkt og í fyrri þátt­um Spurs­mála verður krefj­andi spurn­ing­um beint að Jóni um hvernig hann hyggst fara með vald for­seta­embætt­is­ins verði hann kjör­inn.

Eft­ir­spurn eft­ir meira stuði?

Vegna bak­grunns Jóns sem skemmtikraft­ur og leik­ari hef­ur hann löng­um stimplað sig inn í þjóðarsál­ina með ein­skæru skop­skyni sínu. Jón hef­ur sagst hafa íhugað fram­boð sitt til for­seta frá því hann lét af embætti borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur en ekki látið af því verða fyrr en nú.

Kosn­inga­bar­átta Jóns hef­ur haldið góðum dampi und­an­farið og sam­kvæmt nýj­ustu fylg­is­könn­un Pró­sents nem­ur fylgi Jóns um 14,7%. 

Á fram­bjóðenda­fundi Hring­ferðar Morg­un­blaðsins og mbl.is sem hald­inn var á Ísaf­irði á dög­un­um hafði Jón orð á því að al­mennt þætti hon­um of­fram­boð á leiðind­um í ís­lensku sam­fé­lagi. Á sama tíma sagðist hann bera virðingu fyr­ir form­leg­um skyld­um sem for­seta er skylt að rækja.

„Mér finnst dá­lítið á okk­ar ágæta landi, svo­lítið lengi – nokk­ur ár – búið að vera of­fram­boð á leiðind­um. Það finnst öll­um gam­an að hafa gam­an – það er ekki bara ég,“ sagði Jón og sann­færði lands­menn um að þótt hann sé lík­leg­ur til að slá á létta strengi sé hann einnig fær um að taka mál­um al­var­lega þegar svo beri und­ir.

„Það er hluti af þessu starfi og það fylgja þessu starfi ákveðnar skyld­ur. Ég mun rækja þær af fyllsta metnaði og virðingu,“

Ekki missa af hisp­urs­lausri og líf­legri umræðu í Spurs­mál­um alla föstu­daga hér á mbl.is.  

mbl.is