Fylgi Höllu hrundi eftir kappræðurnar

Halla Hrund Logadóttir er enn vinsælasti frambjóðandinn, en eitthvað virðist …
Halla Hrund Logadóttir er enn vinsælasti frambjóðandinn, en eitthvað virðist hafa gerst í kappræðunum sem gerði suma tvístígandi. mbl.is/Arnþór

Mark­tæk breyt­ing varð á fylgi Höllu Hrund­ar Loga­dótt­ur fyr­ir og eft­ir síðasta föstu­dag. Þann dag tók Halla þátt í kapp­ræðum for­setafram­bjóðenda á Rík­is­út­varp­inu auk þess sem hún var viðmæl­andi Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í Spurs­mál­um á mbl.is.

Fyr­ir kapp­ræður Rúv sögðust 33% lands­manna ætla að kjósa Höllu Hrund sem for­seta, ef marka má þjóðgátt Maskínu. Í fyrstu mæl­ing­um eft­ir kapp­ræðurn­ar sat fylgi henn­ar aft­ur á móti í tæp­lega 23%. Mun­ar þar tæp­lega 10 pró­sentu­stig­um.

Einnig hækk­ar hlut­fall þeirra sem vilja hana síst sem for­seta úr tæp­lega 9% í rúm­lega 18% fyr­ir og eft­ir kapp­ræður, en þó er hlut­fall þeirra sem ekki vilja Höllu Hrund sem for­seta lægst allra.

Könn­un­in var fram­kvæmd dag­ana 30. apríl til 8. maí. Þess ber að geta að Halla Hrund mæld­ist með mest fylgi allra fram­bjóðenda í heild­ina, eða 29,7%. 

Jón jók fylgið

Könn­un­in var lögð fyr­ir Þjóðgátt Maskínu. Alls voru svar­end­ur 1.236 tals­ins.

Mesta breyt­ing­in sem mæld­ist á fylgi fyr­ir og eft­ir kapp­ræðurn­ar var hjá Jóni Gn­arr en hann jók fylgi sitt úr 10% í 14%.

Breyt­ing­in fyr­ir og eft­ir kapp­ræður hjá hinum tveim­ur sem mest fylgi hafa, Baldri Þóhalls­syni og Katrínu Jak­obs­dótt­ur, eru óveru­leg­ar, seg­ir í til­kynn­ingu Maskínu.

Þess­ar breyt­ing­ar og hjá öðrum fram­bjóðend­um eru ekki mark­tæk­ar.

Flest­ir vilja síst Katrínu

Þegar skoðað er hvern fólk vill síst fá sem for­seta þá er staðan sú að rúm­lega 41% vill síst frá Katrínu og breyt­ast töl­ur nán­ast ekk­ert fyr­ir og eft­ir kapp­ræður.

Um þriðjung­ur vill Jón Gn­arr síst en hlut­fallið breyt­ist einnig hon­um í hag eft­ir kapp­ræður um rúm­lega 6 pró­sentu­stig.

Rúm­lega 14% vilja Bald­ur Þór­halls­son síst og þar breyttu kapp­ræður nán­ast engu. En eins og áður sagði eru tæp­lega 12% sem vilja Höllu Hrund síst, en mun hærra hlut­fall (18,5%) eft­ir kapp­ræður en fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina