Hvað ætlar Jón Gnarr að gera á Bessastöðum?

Frosti Logason, Jón Gnarr og Sanna Magdalena eru gestir Stefáns …
Frosti Logason, Jón Gnarr og Sanna Magdalena eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Jón Gn­arr fosetafram­bjóðandi sit­ur fyr­ir svör­um í næsta þætti af Spurs­mál­um sem verður sýnd­ur á mbl.is klukk­an 14 í dag.

Spurs­mál hafa vakið tölu­verða at­hygli í sam­fé­lag­inu und­an­farið fyr­ir bein­skeytt­ar umræður um for­setafram­bjóðend­ur og kosn­inga­bar­áttu þeirra. Í Spurs­mál­um er knúið á um svör fram­bjóðenda við erfiðum spurn­ing­um sem eiga er­indi við kjós­end­ur og sit­ur Jón Gn­arr fyr­ir svör­um í þætti dags­ins.

Krefj­andi spurn­ing­ar og al­vöru umræður

Líkt og í fyrri þátt­um Spurs­mála verður krefj­andi spurn­ing­um beint að Jóni um hvernig hann hyggst fara með vald for­seta­embætt­is­ins verði hann kjör­inn.

Auk Jóns mæta þau Frosti Loga­son fjöl­miðlamaður og Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir borg­ar­full­trúi í settið og rýna helstu frétt­ir líðandi viku.

Vertu viss um að fylgj­ast með Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga klukk­an 14. 

mbl.is