Loftslagsmálin varða heildina

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Fyr­ir stuttu úr­sk­urðaði Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu að sviss­neska ríkið hefði ekki gert þó til að bregðast við lofts­lag­breyt­ing­um í máli sem sam­tök eldri kvenna höfðuðu gegn land­inu.

    Í viðtali í Dag­mál­um seg­ir Jóna Þórey Pét­urs­dótt­ir, lög­fræðing­ur hjá Rétti, sem lauk meist­ara­námi í lög­fræði við Há­skóla Íslands og tók síðan aðra meist­ara­gráðu í mann­rétt­inda­lög­fræði frá Há­skól­an­um í Ed­in­borg, að dóm­ur­inn hafi verið með til úr­lausn­ar þrjú mál tengd lofts­lag­breyt­ing­um, en tveim­ur þeirra hafi verið vísað frá.


    Þetta sviss­neska mál, aft­ur á móti, var mál eldri sviss­neskra kvenna, fé­laga­sam­taka með yfir tvöþúsund kon­um, meðal­ald­ur um 73 ár. Þær lögðu meðal ann­ars fram lækn­is­fræðileg gögn sem sýndi fram á hvernig hita­bylgj­ur höfðu áhrif á heilsu þeirra og líf og lífs­gæði og höfðu farið i mál fyr­ir sviss­nesk­um dóm­stól­um sem höfðu ekki tekið á mál­inu, hef­ur vísað því frá á öll­um dóm­stig­um. Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn sá þá að þær voru bún­ar að tæma all­ar kæru­leiðir og málið komst því að. Í dómn­um var bæði skorið úr með það að sviss­nesk­ir dóm­stól­ar hefðu átt að taka á máli þeirra og Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn seg­ir að það var ekki sann­fær­andi hjá sviss­nesk­um dóm­stól­um að segja að þær hefðu ekki nægi­lega skýra hags­muni af lausn máls­ins.

    Svo kemst málið þeirra að líka vegna þess að við eru þarna með mál ein­stak­linga, máli ein­stak­linga var vísað frá, en í sama máli var þessi hóp­ur kvenna og mál­efni hóps­ins var ekki vísað frá, það kemst að og dóm­stóll­inn út­skýr­ir að hóp­ur­inn kemst að af því þetta er efni sem varðar ein­mitt heild­ina, lofts­lags­mál­in varða heild­ina, varða sam­eig­in­lega hags­muni sem snerta alla, snerta eig­in­lega eng­an beint ein­stak­lega held­ur hafa áhrif á sam­eig­in­lega hags­muni í lang­tíma sam­hengi og þess vegna sé mik­il­vægt fyr­ir fé­laga­sam­tök að geta leita at­beina dóm­stóla út af þessu. Sér­stak­lega ef fé­laga­sam­tök standa fyr­ir sam­eig­in­lega hags­muni tengt um­hverfi, nátt­úru heilsu fólks og svo fram­veg­is. Þannig að þarna tek­ur dóm­ur­inn nýja af­stöðu í raun­inni sem trygg­ir fé­laga­sam­tök­um aðgang að dóm­stól­um í svona mál­um.“

    mbl.is