Þriðjungi meira í veiðigjöld

Á fyrsta ársfjórðungi var álagning veiðigjalda tæplega 2,5 milljarðar króna. …
Á fyrsta ársfjórðungi var álagning veiðigjalda tæplega 2,5 milljarðar króna. Nokkuð minna en á sama tíma í fyrra einkum vegna loðnubrests. mbl.is/Alfons

Á fyrsta árs­fjórðungi nam álagn­ing veiðigjalda 2.447 millj­ón­um króna, er þetta tæp­lega þriðjungs aukn­ing frá sama tíma­bili í fyrra ef und­an­skil­in er loðna sem veidd­ist á síðasta ári, en eng­in loðna var veidd þenn­an vet­ur­inn.

Alls námu veiðigjöld fyrsta árs­fjórðungs 1.203 millj­ón­um minna en á sama tíma­bili í fyrra, en vert er að geta þess að á síðasta ári skilaði loðna um 1.804 millj­ón­um í veiðigjald á fyrsta árs­fjórðungi.

Þorsk­ur­inn stóð fyr­ir rúm­lega 1.596 millj­ón­um króna í veiðigjöld á fyrsta árs­fjórðungi og er það ríf­lega 35% meira en greitt var í veiðigjöld af þorski á sama tíma­bili í fyrra. Þá voru veiðigjöld vegna ýsu rúm­ar 426 millj­ón­ir króna sem er meira en fjórðungi meira en á fyrstu þrem­ur mánuðum síðasta árs.

Nokkr­ar breyt­ing­ar á veiðigjöld­um árs­ins 2024 tóku gildi um ára­mót­in og hækkaði gjald á þorsk um 39%. Veiðin hef­ur þó veru­leg áhrif á inn­heimtu og hafa tekj­ur af veiðigjaldi teg­und­ar­inn­ar ekki auk­ist jafn mikið og gjaldið á hvert kíló. Þá hækkaði gjald á ýsu um 12% en vel hef­ur veiðst og hafa tekj­ur af gjald­inu auk­ist um meira en tvö­falt það sem nem­ur hækk­un­inni.

Veiðigjald á kol­munna hækkaði til að mynda um 29% um ára­mót­in en skil­ar 65% meira í veiðigjald á fyrsta árs­fjórðungi aðallega vegna þess hve mik­ill kol­munna­kvóti var gef­inn út og hve vel veiðar hafa gengið í ár.

Sam­herji fékk hæstu álagn­ingu veiðigjalda og nam hún tæp­lega 214 milj­ón­um króna. Á eft­ir fylg­ir BRim með 197,7 millj­ón­ir, svo Síld­ar­vinnsl­an með rúm­ar 138 millj­ón­ir króna.

Alls voru átta út­gerðir sem fengu álagn­ingu yfir hundrað millj­ón­um króna á fyrsta árs­fjórðungi og var það 45% veiðigjalda tíma­bils­ins. Þær 25 út­gerðir sem fengu hæsta álagn­ingu stóðu fyr­ir 1.907 millj­ón­um af veiðigjaldi tíma­bils­ins eða tæp­lega 78% þess.

mbl.is