„Barátta fram á síðasta dag“

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi.
Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi. mbl.is/María

„Ég hef sagt áður að ég telji að það verði áfram svipt­ing­ar og mér sýn­ist það al­veg vera að ganga eft­ir.“

Þetta seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóðandi við mbl.is innt eft­ir viðbrögðum við nýj­ustu skoðana­könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið.

Fylgi Katrín­ar hef­ur aðeins dalað frá síðustu könn­un. Hún mæl­ist með 19,2 pró­senta fylgi en var með 21,3 pró­sent í liðinni viku. Halla Hrund Loga­dótt­ir mæl­ist með mesta fylgi í könn­un­inni eða 26 pró­sent en hún var með 30 pró­sent í síðustu könn­un.

Fylgi Bald­urs Þór­halls­son­ar og Jóns Gn­arr er á niður­leið á meðan fylgi Höllu Tóm­as­dótt­ur meira en tvö­fald­ast, fer úr 5,1 pró­senti upp í 12,5 pró­sent.

Verður áfram spenn­andi bar­átta

„Þetta verður áfram spenn­andi bar­átta og ég er bara bjart­sýn á fram­haldið. Ég hef fengið virki­lega góðar mót­tök­ur hvar sem ég hef komið,“ seg­ir Katrín, sem eyddi deg­in­um á Vest­fjörðum í dag. Stóð hún fyr­ir fundi á Ísaf­irði í kvöld sem var afar vel sótt­ur að henn­ar sögn.

Spurð hvort hún þurfi ekki að bæta í miðað við að fylgi henn­ar í könn­un Pró­sents sé inn­an við 20 pró­sent seg­ir hún:

„Jú að sjálf­sögðu. Núna eru tæp­ar þrjár vik­ur í kosn­ing­arn­ar og ég reikna með að mörg séu að gera upp hug sinn á næstu dög­um,“ seg­ir Katrín.

Katrín seg­ir að það séu svipt­ing­ar á milli kann­anna og það komi óvænt tíðindi nán­ast í hverri könn­un sem líti dags­ins ljós og fylgið sé á mik­illi hreyf­ingu.

Mik­ill áhugi á kosn­ing­un­um

„Ég held að þetta verði bar­átta fram á síðasta dag og kosn­inga­bar­átt­an verður spenn­andi. Það er mik­ill áhugi á kosn­ing­un­um og það sést best á mik­illi funda­sókn. Fólk mæt­ir til að spyrja mann spjör­un­um úr og gera upp hug sinn,“ seg­ir Katrín.

mbl.is