Forseti Íslands verði dragdrottning

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Jón Gn­arr for­setafram­bjóðandi gegndi embætti borg­ar­stjóra á ár­un­um 2010-2014. Á þeim tíma tók hann m.a. þátt í Gleðigöng­unni sem dragdrottn­ing.

    Í nýj­asta þætti Spurs­mála er hann spurður út í hvort til greina komi að hann taki þátt með svipuðum eða sama hætti, verði hann kjör­inn sjö­undi for­seti lýðveld­is­ins.

    Orðaskipt­in um þetta mál má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en þau má einnig lesa í text­an­um hér að neðan.

    Jón Gnarr, borgarstjórinn í Reykjavík, tekur þátt í Gleðigöngunni 2011.
    Jón Gn­arr, borg­ar­stjór­inn í Reykja­vík, tek­ur þátt í Gleðigöng­unni 2011. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

    Önnur mörk hjá for­set­an­um?

    Þetta er eig­in­lega tækni­leg spurn­ing. Sem borg­ar­stjóri gerðir þú þetta, eig­um við von á því, ef þú verður kjör­inn for­seti að þú mun­ir með svipuðum hætti taka þátt þátt í bar­áttu­göngu sem þess­ari. Eru önn­ur mörk hjá þjóðhöfðingj­an­um held­ur en borg­ar­stjór­an­um hvað þetta varðar?

    „Nei, ég held að ég myndi al­veg gera það. Ég sé ekk­ert að því.“

    Þannig að það yrði for­seta­vagn­inn á Gaypri­de.

    „Já. Sem for­seti lang­ar mig ekki bara að vera áhorf­andi á hliðarlín­unni í lífi þjóðar­inn­ar held­ur full­ur þátt­tak­andi í svona viðburðum.“

    Kjarn­inn í þjóðarsál­inni

    En mun fólk bera þá virðingu fyr­ir for­seta­embætt­inu og þeirri upp­hafn­ingu sem því óhjá­kvæmi­lega fylg­ir ef þú ger­ir...

    „Af hverju ætti það ekki að gera það?“

    Ég er að spyrja hér, ég er ekki í viðtali hjá þér.

    „Ég, ég, ég, ég, sé ekki ástæðu til þess að fólk ætti ekki að bera virðingu fyr­ir embætt­inu þótt for­set­inn klæði sig í drag. Ég sé enga ástæðu til þess. Og mér finnst þetta líka vera kjarn­inn í því sem ís­lensk þjóðarsál er. Við erum ein­stak­ar og óvenju­leg­ar mann­eskj­ur. Og við erum óhrædd við að sýna það og það er líka ástæðan fyr­ir því að við vekj­um sem fólk aðdáun út um all­an heim því við erum svo ein­stak­ar mann­eskj­ur.“

    Erum öðru­vísi fólk

    Skrít­in?

    „Við erum skrít­in, við erum öðru­vísi. Við erum með meiri aðlög­un­ar­hæfni en marg­ar aðrar þjóðir, eins og ná­grannaþjóðir okk­ar. Við erum mjög fljót að laga okk­ur eft­ir breytt­um aðstæðum og við erum svona ein­stak­ir karakt­er­ar við Íslend­ing­ar. Og mér finnst þetta vera hluti af því að sýna okk­ur sem ein­stak­ar, og óvenju­leg­ar mann­eskj­ur til gleði og upp­bygg­ing­ar.“

    Viðtalið við Jón Gn­arr má sjá og heyra í heild sinni hér:

    mbl.is