Jón hefur engar áhyggjur

Jón Gnarr forsetaframbjóðandi.
Jón Gnarr forsetaframbjóðandi. mbl.is/Arnþór

„Ég er gríðarlega ánægður, mér finnst þetta bara stuð og stemn­ing,“ seg­ir Jón Gn­arr for­setafram­bjóðandi í sam­tali við mbl.is þegar hann er spurður út í hvernig nýj­asta skoðana­könn­un Pró­sents, sem var gerð fyr­ir Morg­un­blaðið og mbl.is, leggst í hann.

Jón kveðst ekki hafa áhyggj­ur af fylg­is­lækk­un­inni, fylgið sé á mik­illi hreyf­ingu og að nóg sé eft­ir af kosn­inga­bar­átt­unni. Fylgi Jóns lækk­ar úr 14,7 pró­sent í 13,8 pró­sent.

Hef­ur bar­átt­una af full­um krafti

„Það er enn þá til­tölu­lega langt í kosn­ing­arn­ar, sum­ir hafa verið að nota þá taktík að nota langa og kraft­mikla bar­áttu, en ég veit ekki hvort það sé að skila til­ætluðum ár­angri. Ég er meira með styttri bar­áttu og er í raun­inni í síðustu viku að byrja bar­átt­una mína af full­um krafti.“ 

Jón kveðst vera ný­byrjaður að fara út á land þar sem hann finni fyr­ir mikl­um stuðningi.

Þá seg­ist hann hafa verið hepp­inn með veður og að veðurguðirn­ir séu með hon­um í liði í kosn­inga­bar­átt­unni.

mbl.is