Kaupir réttinn að nýrri íslenskri gamanmynd

Þorkell og Arnar Marinó reka framleiðslufyrirtækið The Markell Brothers.
Þorkell og Arnar Marinó reka framleiðslufyrirtækið The Markell Brothers. Samsett mynd

Þýska kvik­mynda­fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Pict­ure Tree In­ternati­onal hef­ur keypt sölu­rétt­inn á ís­lensku gam­an­mynd­inni Di­vine Reme­dy í leik­stjórn þeirra Þor­kels Harðar­son­ar og Arn­ar Marinós Arn­ar­son­ar. Tök­ur á kvik­mynd­inni standa nú yfir á Íslandi og einnig í vín­héraðinu Ri­oja á Spáni. 

Di­vine Reme­dy fjall­ar um hóp ís­lenskra presta sem leggja af stað í leiðang­ur til að finna hið full­komna kirkju­vín eða alt­ar­is­sakra­ment­is. Áætlað er að frum­sýna kvik­mynd­ina á næsta ári. 

Með helstu hlut­verk fara þau Vi­vi­an Ólafs­dótt­ir, Hilm­ir Snær Guðna­son, Hall­dór Gylfa­son, Sverr­ir Þór Sverris­son og Þröst­ur Leó Gunn­ars­son. 

Pict­ure Tree In­ternati­onal seldi ný­verið rétt­inn að ís­lensku gam­an­mynd­inni Fullt hús eða Grand Finale, sem sló held­ur bet­ur í gegn hjá kvik­mynda­gest­um fyrr á ár­inu, til Þýska­lands, Aust­ur­rík­is, Taív­an og Ástr­al­íu. 

mbl.is