Lykillinn að farsælu ástarsambandi að búa í sitthvoru húsinu

Sarah Paulson og Holland Taylor opinberuðu samband sitt árið 2015.
Sarah Paulson og Holland Taylor opinberuðu samband sitt árið 2015. AFP

Leik­kon­an Sarah Paul­son af­hjúpaði á dög­un­um leynd­ar­málið á bak við far­sælt lang­tíma­sam­band sitt við leik­kon­una Hol­land Tayl­or. 

Paul­son og Tayl­or hafa verið sam­an frá því árið 2015. Það vakti mikla at­hygli þegar þær op­in­beruðu sam­band sitt að 32 ára ald­urs­mun­ur er á þeim, en Paul­son er 49 ára á meðan Tayl­or er 81 árs. 

Búa ekki í sama hús­inu

Ný­verið sagði Paul­son að lyk­il­inn að far­sælu lang­tíma­sam­bandi þeirra Tayl­or sé að búa í sitt­hvoru hús­inu. „Við búum ekki sam­an, það er eig­in­lega leynd­ar­málið,“ sagði hún í hlaðvarpsþætt­in­um Smart­less. 

„Ég og Hol­land, við eyðum mikl­um tíma sam­an en búum ekki í sama húsi. Við höf­um verið sam­an í lang­an tíma núna og ég held að hluti af því sé vegna þess að við erum sam­an þegar við vilj­um vera sam­an og erum ekki sam­an þegar við vilj­um það ekki,“ bætti hún við. 

Spurð hvort þær hafi íhugað að vera í sitt­hvoru svefn­her­berg­inu frek­ar en sitt­hvoru hús­inu sagði Paul­son: „Nei, því okk­ur finnst gam­an að hald­ast í hend­ur þegar við sofn­um.“

Vöruð við að sam­bandið myndi hafa nei­kvæð áhrif á fer­il­inn

Paul­son og Tayl­or kynnt­ust fyrst árið 2005, en Paul­son hef­ur viður­kennt að hún hafi hikað við að gera sam­band þeirra op­in­bert eft­ir að hafa verið vöruð við að ald­urs­mun­ur þeirra myndi hafa nei­kvæð áhrif á fer­il henn­ar. 

„Ég hugsaði: „Ætti ég ekki að gera þetta?“ Og þá hugsaði ég: „Af hverju myndi ég ekki gera þetta?“,“ sagði hún árið 2017. 

„Sú staðreynd að þessi hugs­un hafi komið upp, það er rangt af mér. En ég upp­lifði augna­blik af áhyggj­um þar sem ég velti fyr­ir mér hvað fólki fynd­ist og hvort þau sem vissu þetta ekki um mig myndu segja: „Bíddu, ha?“ En svo, þú veist, gerði ég þetta samt,“ bætti hún við. 

mbl.is