Frambjóðendur svara: Helga Þórisdóttir

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi.
Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helga Þóris­dótt­ir, fram­bjóðandi til embætt­is for­seta Íslands, seg­ist hvorki háð póli­tísk­um áhrif­um né hags­muna­hóp­um. Þá seg­ist hún hafa víðtæka þekk­ingu og reynslu af lög­um í land­inu.

Það mik­il­væg­asta við embætti for­seta Íslands að mati Helgu er að for­seti setji sjálf­an sig ekki á stall held­ur þjóðina og láti hags­muni henn­ar, áhyggj­ur, ör­yggi og vænt­ing­ar vera sitt leiðarljós.

Morg­un­blaðið gef­ur öll­um fram­bjóðend­um tæki­færi til að svara sjö spurn­ing­um og birt­ir svör hvers fyr­ir sig á mbl.is. Svör­um fram­bjóðend­anna verður síðan safnað og þau birt í Morg­un­blaðinu svo les­end­ur geti hag­an­lega borið þau sam­an.

Íslend­ing­ar ganga að kjör­borðinu 1. júní og kjósa sér sjö­unda for­seta lýðveld­is­ins. Morg­un­blaðið og mbl.is fylgj­ast vel með og færa ykk­ur helstu frétt­ir af kosn­inga­bar­átt­unni.

Hér á eft­ir fara svör Helgu við spurn­ing­um mbl.is og Morg­un­blaðsins:

Helga er ein þeirra tólf sem bjóða sig fram í …
Helga er ein þeirra tólf sem bjóða sig fram í embætti for­seta Íslands í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hvað finnst þér mik­il­væg­ast við embætti for­seta Íslands?

„For­seti á ekki að setja sjálf­an sig á stall held­ur þjóðina. Hann á að vera í lif­andi sam­bandi við þjóðina og láta hags­muni henn­ar, áhyggj­ur, ör­yggi og vænt­ing­ar vera sitt leiðarljós.“

Hvað hef­ur þú helst fram að færa til embætt­is­ins um­fram aðra fram­bjóðend­ur?

„Í fyrsta lagi er ég hvorki háð póli­tísk­um áhrif­um né hags­muna­hóp­um. Í öðru lagi hef ég víðtæka þekk­ingu og reynslu af lög­um lands­ins. Sem for­stjóri Per­sónu­vernd­ar hef ég varið friðhelgi einka­lífs ykk­ar. Ef ein­hver er að hugsa um for­set­ann sem mik­il­væg­an ör­ygg­is­ventil, þá á mitt er­indi ekki að vefjast fyr­ir nein­um.

Ég hef komið fram fyr­ir hönd Íslands víða um heim og haldið alþjóðleg­ar ráðstefn­ur hér á landi. Ég á sæti í hinu Evr­ópska per­sónu­vernd­ar­ráði og hef komið því til leiðar að rétt­indi Íslands og annarra EES ríkja hafa styrkst í Evr­ópu­sam­vinnu. Á okk­ar rödd er nefni­lega hlustað þegar við vinn­um heima­vinn­una okk­ar vel!“

Á maki for­seta að hafa form­lega, launaða stöðu?

„Nei.“

Á for­seti að vera virk­ur þátt­tak­andi í þjóðmá­laum­ræðu?

„Hann á að vera virk­ur hlust­andi frek­ar en stýra henni. Hann hef­ur dag­skrár­vald og á að nýta það.“

Hvað vægi þyngst í ákvörðun um að synja lög­um staðfest­ing­ar: rök stjórn­ar­and­stöðu, mót­mæli, ráðgjöf eða eig­in dómgreind?

„Það væri blanda af þessu en und­ir­skrift­ir veru­lega stórs hluta þjóðar­inn­ar sem ég kalla þrjá­tíu til fimm­tíu þúsund und­ir­skrift­ir, eig­in dómgreind og ráðgjöf væru mitt leiðarljós að slíkri ákvörðun.“

Hver eru brýn­ustu viðfangs­efni Íslend­inga nú og hvað hef­ur for­seti til þeirra mála að leggja?

„Að mínu mati þarf for­seti að tala fyr­ir efl­ingu ís­lenskr­ar tungu, góðri mennt­un allra og bætt­um hag aldraðra.“

Hver er hæfi­leg­ur tími í embætti fyr­ir for­seta?

„Það er þjóðin sem ákveður tíma for­seta á Bessa­stöðum, ekki hann sjálf­ur en í mín­um huga eru tvö til þrjú kjör­tíma­bil ágæt­is tími.“

mbl.is