Hvers konar viðhorf hefur Halla til embættisins?

Grétar Halldór Gunnarsson, Halla Tómasdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir eru …
Grétar Halldór Gunnarsson, Halla Tómasdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Halla Tóm­as­dótt­ir for­setafram­bjóðandi sit­ur fyr­ir svör­um í næsta þætti af Spurs­mál­um sem verður sýnd­ur á mbl.is klukk­an 14 í dag.

Nú sem endra­nær verða krefj­andi spurn­ing­ar lagðar fyr­ir Höllu og knúið á um svör við því hvers kon­ar viðhorf hún hef­ur til for­seta­embætt­is­ins og hvernig hún hyggst beita sér hlut­verki for­seta verði hún kjör­in.

Halla býður sig fram til embætt­is for­seta Íslands í annað sinn. Nú­ver­andi kosn­inga­bar­átta henn­ar hef­ur farið frem­ur ró­lega af stað en svo virðist vera sem Halla sé loks far­in að sækja í sig veðrið. Hef­ur hún aukið fylgi sitt um­tals­vert und­an­farið sam­kvæmt síðustu skoðana­könn­un­um úr 5,1% í 12,5%.

Þingmaður og prest­ur gera upp vik­una

Auk Höllu mæta þau Berg­lind Ósk Guðmunds­dótt­ir þing­kona Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi og sr. Grét­ar Hall­dór Gunn­ars­son prest­ur í Kópa­vogs­kirkju í settið til að rýna helstu frétt­ir líðandi viku.

Nú þegar hafa fjór­ir efstu fram­bjóðend­urn­ir mætt til leiks í Spurs­mál. Viðtöl­in hafa vakið hafa mikla at­hygli og sett svip á sam­fé­lagsum­ræðuna. Öll viðtöl­in má nálg­ast hér á mbl.is, á Spotify og einnig á Youtu­be.

Ekki missa af Spurs­mál­um alla föstu­daga klukk­an 14 hér á mbl.is.

mbl.is