Nefna Baldur oftast sem annað val

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi.
Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bald­ur Þór­halls­son kann að hafa lækkað jafnt og þétt í fylg­is­könn­un­um, en hann ber hins veg­ar höfuð og herðar yfir aðra fram­bjóðend­ur þegar leitað er svara við því hvern menn vildu næsthelst kjósa ef „þeirra fram­bjóðandi“ væri ekki í kjöri.

Í könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið, sem gerð var í liðinni viku og fram á helgi, nefndu 25% svar­enda Bald­ur sem þann sem þeir myndu næsthelst kjósa. Það er tölu­vert meira fylgi en hann upp­skar í síðustu könn­un, en þá kváðust tæp 18% ætla að kjósa hann í for­seta­kjör­inu.

Aðrir efstu fram­bjóðend­ur fá tölu­vert minna fylgi sem næst­besti kost­ur­inn, á bil­inu 13-16%. Svo hann kann vel að eiga eitt­hvað inni þegar í kjör­klef­ann er komið.

Þeir sem styðja Bald­ur nú virðast helst halla sér að Höllu Hrund Loga­dótt­ur (33%) ef hans nyti ekki við á kjör­seðlin­um, 23% nefna Jón Gn­arr en 20% Höllu Tóm­as­dótt­ur.

Stuðnings­mönn­um Höllu Tóm­as­dótt­ur líst hins veg­ar flest­um best á Katrínu Jak­obs­dótt­ur, en 33% þeirra nefna hana sem næsta val.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: