Frambjóðendur svara: Baldur Þórhallsson

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi.
Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi. mbl.is/Arnþór

Bald­ur Þór­halls­son, fram­bjóðandi til embætt­is for­seta Íslands, seg­ist hafa rann­sakað í yfir 30 ár hvernig smáríki geti haft áhrif í sam­fé­lagi þjóðanna, komið í veg fyr­ir krís­ur og unnið úr þeim komi þær upp. Seg­ist hann hafa bar­ist fyr­ir mann­rétt­ind­um allra í sam­fé­lag­inu í ára­tugi.

Það mik­il­væg­asta við embætti for­seta Íslands að mati Bald­urs er að á milli hans og þjóðar sé beint og milliliðalaust sam­band. For­seti verði án und­an­tekn­inga að hafa heild­ar­hags­muni þjóðar­inn­ar efst í huga.

Morg­un­blaðið gef­ur öll­um fram­bjóðend­um tæki­færi til að svara sjö spurn­ing­um og birt­ir svör hvers fyr­ir sig á mbl.is. Svör­um fram­bjóðend­anna verður síðan safnað og þau birt í Morg­un­blaðinu svo les­end­ur geti hag­an­lega borið þau sam­an.

Íslend­ing­ar ganga að kjör­borðinu 1. júní og kjósa sér sjö­unda for­seta lýðveld­is­ins. Morg­un­blaðið og mbl.is fylgj­ast vel með og færa ykk­ur helstu frétt­ir af kosn­inga­bar­átt­unni.

Hér á eft­ir fara svör Bald­urs við spurn­ing­um mbl.is og Morg­un­blaðsins:

Baldur er einn þeirra tólf sem bjóða sig fram í …
Bald­ur er einn þeirra tólf sem bjóða sig fram í embætti for­seta Íslands í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. mbl.is/​Arnþór

Hvað finnst þér mik­il­væg­ast við embætti for­seta Íslands?

„Á milli þjóðar og for­seta er beint og milliliðalaust sam­band og for­seti verður alltaf, án nokk­urra und­an­tekn­inga, að hafa heild­ar­hags­muni þjóðar­inn­ar efst í huga.

For­seta ber að virða þing­ræðið í öll­um meg­in atriðum og hon­um ber að tryggja að í land­inu sé starf­hæf rík­is­stjórn á grund­velli vilja Alþing­is.

En á sama tíma verður hann að vera til­bú­inn til þess að grípa í neyðar­hem­il og vísa mál­um til þjóðar­inn­ar þegar þess ger­ist þörf. For­set­inn þarf alltaf að standa vakt­ina, og standa vörð um þjóðina.“

Hvað hef­ur þú helst fram að færa til embætt­is­ins um­fram aðra fram­bjóðend­ur?

„Í yfir 30 ár hef ég rann­sakað hvernig smáríki geta haft áhrif í sam­fé­lagi þjóðanna, hvernig smáríki eins og Ísland get­ur komið í veg fyr­ir krís­ur og hvernig slík ríki eigi að vinna úr krís­um ef þær koma upp.

Í ára­tugi hef ég jafn­framt bar­ist fyr­ir mann­rétt­ind­um allra í sam­fé­lag­inu. Ég tel að þessi reynsla muni nýt­ast mér vel við að tryggja hags­muni Íslands er­lend­is og að láta gott af okk­ur leiða hér heima og um heim all­an.“

Á maki for­seta að hafa form­lega, launaða stöðu?

„Aldrei án und­an­geng­inn­ar umræðu í þing­inu um þá grund­vall­ar breyt­ingu á hlut­verki maka for­seta.“

Á for­seti að vera virk­ur þátt­tak­andi í þjóðmá­laum­ræðu?

„For­seti hef­ur beint vald og óbeint vald. Hluti af óbeina valdi for­seta er að hann hef­ur vægi í þjóðfé­lagsum­ræðu. Ég hef sagt að ég myndi sem for­seti for­gangsraða nokkr­um mál­um til að ná raun­veru­leg­um ár­angi í þeim.

Ég hef sér­stak­lega bent á mik­il­vægi þess að for­gangsraða mál­efn­um barna og ung­menna, mann­rétt­ind­um allra í sam­fé­lag­inu og sjálf­bærri nýt­ingu auðlind­anna.“

Hvað vægi þyngst í ákvörðun um að synja lög­um staðfest­ing­ar: rök stjórn­ar­and­stöðu, mót­mæli, ráðgjöf eða eig­in dómgreind?

„Alþingi ræður för í allri al­mennri lög­gjöf í land­inu. Ef þingið samþykk­ir hins veg­ar lög sem tak­marka á ein­hvern hátt mann­rétt­indi borg­ar­anna, myndi ég vísa því máli til þjóðar­inn­ar.

Það sama ætti við ef Alþingi myndi gera grund­vall­ar breyt­ingu á stjórn­skip­un lands­ins eins og til dæm­is ef Alþingi samþykkti aðild að Evr­ópu­sam­band­inu án und­an­geng­inn­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Eins ef þingið gengi fram af þjóðinni þannig að þingið og þjóðin gengi eng­an veg­in í takt.“

Hver eru brýn­ustu viðfangs­efni Íslend­inga nú og hvað hef­ur for­seti til þeirra mála að leggja?

„Sí­auk­in skaut­un í sam­fé­lag­inu veld­ur mér veru­leg­um áhyggj­um og ég tel að for­set­inn geti undið ofan af þeirri þróun. Með því að tala landið upp sem eina heild, eitt at­vinnusvæði, eitt menn­ing­ar­svæði, eitt mennta­svæði, eitt sam­göngu­svæði og eitt heil­brigðis­svæði, get­um við þjappað okk­ur sam­an og þannig byggt ofan á þann trausta grunn sem fyrri kyn­slóðir skilja eft­ir sig.

Þvert á það sem maður myndi ætla hérna á strjál­býlli eyju í Norður Atlants­hafi höf­um við byggt upp sam­fé­lag sem sætt­ir sig ekki við neitt annað en að vera bor­in sam­an við það allra besta sem býðst í heim­in­um. Það gerðum við með því að standa sam­an.

Brýn­asta verk­efni næsta for­seta Íslands er að efla þessa sam­stöðu sem er for­senda fyr­ir því að næstu blaðsíður Íslands­sög­unn­ar verði áþekk­ar þeim fyrri.“

Hver er hæfi­leg­ur tími í embætti fyr­ir for­seta?

„For­seti er kjör­inn til fjög­urra ára í senn og þjóðin en ekki for­seti ræður því hvort fram­hald verði á.

Það er eng­um hollt að sitja of lengi í valda­stöðu og við erum svo hepp­inn að búa við vel grundaða og trausta lýðræðis­hefð og ég treysti þjóðinni full­kom­lega fyr­ir því verk­efni.“

mbl.is