Frambjóðendur svara: Eiríkur Ingi Jóhannsson

Eiríkur Ingi Jóhannsson forsetaframbjóðandi.
Eiríkur Ingi Jóhannsson forsetaframbjóðandi. mbl.is/Arnþór

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son, fram­bjóðandi til embætt­is for­seta Íslands, er að eig­in sögn hrein­skil­inn. Hann seg­ist óháður stjórn­mála­öfl­um og pen­inga­völd­um með öllu.

Það mik­il­væg­asta við embætti for­seta Íslands að mati Ei­ríks Inga er að for­set­inn standi við eið sinn gagn­vart þjóðinni og stjórna­skrá lýðveld­is­ins.

Morg­un­blaðið gef­ur öll­um fram­bjóðend­um tæki­færi til að svara sjö spurn­ing­um og birt­ir svör hvers fyr­ir sig á mbl.is. Svör­um fram­bjóðend­anna verður síðan safnað og þau birt í Morg­un­blaðinu svo les­end­ur geti hag­an­lega borið þau sam­an.

Íslend­ing­ar ganga að kjör­borðinu 1. júní og kjósa sér sjö­unda for­seta lýðveld­is­ins. Morg­un­blaðið og mbl.is fylgj­ast vel með og færa ykk­ur helstu frétt­ir af kosn­inga­bar­átt­unni.

Hér á eft­ir fara svör Ei­ríks Inga við spurn­ing­um mbl.is og Morg­un­blaðsins:

Eiríkur Ingi Jóhannsson er einn þeirra tólf sem bjóða sig …
Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son er einn þeirra tólf sem bjóða sig fram í embætti for­seta Íslands í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. mbl.is/​Arnþór

Hvað finnst þér mik­il­væg­ast við embætti for­seta Íslands?

„Að for­set­inn standi við eið sinn gagn­vart stjórna­skrá lýðveld­is­ins og þjóðinni.“

Hvað hef­ur þú helst fram að færa til embætt­is­ins um­fram aðra fram­bjóðend­ur?

„Ég er al­veg óháður stjórn­mála­öfl­um, pen­inga­völd­um og hrein­skil­inn“

Á maki for­seta að hafa form­lega, launaða stöðu?

„Alls ekki.“

Á for­seti að vera virk­ur þátt­tak­andi í þjóðmá­laum­ræðu?

„Kjós­end­ur verða að gera sér grein fyr­ir þeim völd­um sem at­kvæði þeirra til for­seta­embætt­is veit­ir for­setafram­bjóðanda. Því miður er al­menn skoðun að for­seti sé valda­laus.

Þetta staf­ar af stjórn­ar­hefð sem þjóðin hef­ur aðlag­ast og þekk­ir. Þessi hefð er kom­in af því að for­set­inn veit­ir umboð sitt til stjórn­ar­mynd­un­ar. Ráðherr­ar fara með völd for­set­ans í rík­is­ráði. For­seti lýðvelds­ins set­ur þar alla ráðherra í sæti sitt og ákveður tölu þeirra.

Fólk verður að átta sig á að for­set­inn fer með fram­kvæmda­valdið með þeim stjórn­höf­um sem hann hef­ur sett í embæti og er það for­set­ans að tryggja að fram­kvæmda­valdið sé í þágu allr­ar þjóðar­inn­ar.“

Hvað vægi þyngst í ákvörðun um að synja lög­um staðfest­ing­ar: rök stjórn­ar­and­stöðu, mót­mæli, ráðgjöf eða eig­in dómgreind?

„Tvennt verður til að for­seti hafn­ar lög­um. Fyrst og fremst að þau stand­ist ekki stjórn­ar­skrá, svo ef lög hafa af­ger­andi áhrif á þjóðfé­lagið. Það er kjós­enda að úr­sk­urða um mál sem þing og for­seti ná ekki sam­an um í lög­gjaf­ar­vald­inu.“

Hver eru brýn­ustu viðfangs­efni Íslend­inga nú og hvað hef­ur for­seti til þeirra mála að leggja?

„Fjár­mála­stöðuleiki og þjóðarsátt með innviði lands­ins (eign­ir þjóðarin­ar). For­set­inn á að koma sam­an rík­is­ráði sem ræður fag­lega við öll mál­efni þjóðar­inn­ar og tryggja að þau sé unn­in í þágu allra lands­manna.“

Hver er hæfi­leg­ur tími í embætti fyr­ir for­seta?

„Sá tími sem kjós­end­ur treysta sér að greiða at­kvæði með for­set­an­um. Það á alls ekki að festa tíma á setu for­set­ans annað en að for­seti sitji kjör­tímb­il sitt og þurfi að því loknu að ná end­ur­kjöri.“

mbl.is