Frambjóðendur svara: Steinunn Ólína

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi. Ljósmynd/Aðsend

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, fram­bjóðandi til embætt­is for­seta Íslands, seg­ist ein for­setafram­bjóðenda lofa því að þjóðin muni sjálf ráða ör­lög­um auðlinda sinna og nátt­úru­auðæfa með þjóðar­at­kvæðagreiðslum.

Það mik­il­væg­asta við embætti for­seta Íslands að mati Stein­unn­ar Ólínu er að í embætt­inu sitji mann­eskja sem deil­ir kjör­um með al­menn­ingi og hafi því sömu hags­muna og lands­menn að gæta.

Morg­un­blaðið gef­ur öll­um fram­bjóðend­um tæki­færi til að svara sjö spurn­ing­um og birt­ir svör hvers fyr­ir sig á mbl.is. Svör­um fram­bjóðend­anna verður síðan safnað og þau birt í Morg­un­blaðinu svo les­end­ur geti hag­an­lega borið þau sam­an.

Íslend­ing­ar ganga að kjör­borðinu 1. júní og kjósa sér sjö­unda for­seta lýðveld­is­ins. Morg­un­blaðið og mbl.is fylgj­ast vel með og færa ykk­ur helstu frétt­ir af kosn­inga­bar­átt­unni.

Hér á eft­ir fara svör Stein­unn­ar Ólínu við spurn­ing­um mbl.is og Morg­un­blaðsins:

Steinunn Ólína er ein þeirra tólf sem bjóða sig fram …
Stein­unn Ólína er ein þeirra tólf sem bjóða sig fram í embætti for­seta Íslands í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað finnst þér mik­il­væg­ast við embætti for­seta Íslands?

„For­seti Íslands er eina mann­eskj­an sem kos­in er beint af þjóðinni og er henn­ar síðasta vígi ef aðrir vald­haf­ar bregðast. Mik­il­væg­ast er að í embætt­inu sitji mann­eskja sem deil­ir kjör­um með al­menn­ingi og hafi því sömu hags­muna og lands­menn að gæta.

Þjóðin verður að treysta sín­um for­seta til að nýta máls­skots­rétt­inn ef vegið er að landi og þjóð með ólög­um á alþingi. For­seti þarf að auki að vera góður og áreiðan­leg­ur vin­ur sem legg­ur sjálf­an sig til hliðar til að ganga til þjón­ustu við lands­menn í blíðu og stríðu.“

Hvað hef­ur þú helst fram að færa til embætt­is­ins um­fram aðra fram­bjóðend­ur?

„Ég hef ein for­setafram­bjóðenda lofað því að þjóðin ráði sjálf ör­lög­um auðlinda sinna og nátt­úru­auðæfa með þjóðar­at­kvæðagreiðslum.“

Á maki for­seta að hafa form­lega, launaða stöðu?

„Nei.“

Á for­seti að vera virk­ur þátt­tak­andi í þjóðmá­laum­ræðu?

„Nei. Ef þingið er að rækja skyld­ur sín­ar við kjós­end­ur og efna sín kosn­ingalof­orð, þarf for­seti ekki að blanda sér í þjóðmá­laum­ræðu með dag­skrár­valdi sínu.

For­seti fer spar­lega með dag­skrár­valdið og nýt­ir það aldrei eft­ir geðþótta held­ur aðeins af brýnni nauðsyn ef stór hags­muna­mál sem hafa áhrif til fram­búðar fyr­ir land og þjóð eru und­ir.“

Hvað vægi þyngst í ákvörðun um að synja lög­um staðfest­ing­ar: rök stjórn­ar­and­stöðu, mót­mæli, ráðgjöf eða eig­in dómgreind?

„Dómgreind for­seta hlýt­ur að ráða þar mestu því með dómgreind sinni hlust­ar for­seti á allt sem týnt er til í spurn­ing­unni.

Vilji þjóðar­inn­ar veg­ur þungt en það gæti gerst að for­seti teldi þjóðina ekki nægi­lega upp­lýsta um eitt­hvert þjóðar­hags­muna­mál sem kæmi til umræðu í þing­inu og þá get­ur for­seti með dag­skrár­valdi sínu eða mál­skots­rétti kallað eft­ir upp­lýstri umræðu meðal bæði þings og þjóðar svo öll­um megi ljóst vera hvað um er rætt við laga­setn­ingu.“

Hver eru brýn­ustu viðfangs­efni Íslend­inga nú og hvað hef­ur for­seti til þeirra mála að leggja?

„Núna er brýn­ast að byggja upp traust á milli þings og þjóðar. Nú um stund­ir virðast stjórn­völd hugsa aðeins um eitt: Hvernig get­um við nýtt okk­ur Ísland? Það skort­ir að ráðamenn hugsi: Hvað get­um við gert fyr­ir Ísland og þar með þjóðina?

Þess vegna er mik­il­væg­ast að for­seti fylg­ist grannt með störf­um þings­ins og þjóðin geti treyst hon­um til að nýta dag­skrár­vald sitt og mál­skots­rétt­inn.“

Hver er hæfi­leg­ur tími í embætti fyr­ir for­seta?

„Átta til tólf ár.“

mbl.is