Halla Hrund bauð upp á fjölskylduhátíð

Mörg hundruð manns sóttu hátíðina samkvæmt tilkynningu.
Mörg hundruð manns sóttu hátíðina samkvæmt tilkynningu. Ljósmynd/Arna Petra

Halla Hrund Loga­dótt­ir for­setafram­bjóðandi bauð í fjöl­skyldu­hátíð í Saln­um í Kópa­vogi í gær. 

Mörg hundruð manns sóttu hátíðina sam­kvæmt til­kynn­ingu.

Ljós­mynd/​Arna Petra

Hátíðin hófst með dag­skrá inn­an­dyra. Hjálm­ar Gísla­son, stofn­andi og for­stjóri hug­búnaðarfyr­ir­tæk­is­ins GRID, flutti ræðu og Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, nem­andi við Har­vard-há­skóla í Banda­ríkj­un­um og varaþingmaður Pírata, hélt tölu. Bæði fjölluðu um hvers vegna þau styðja Höllu í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. 

Þá flutti Karla­kór­inn Esja þrjú lög fyr­ir gesti og börn úr leik­rit­inu, Fía­sól gefst aldrei upp, stigu upp á svið. 

Eig­inmaður Höllu, Kristján Freyr Kristjáns­son, sagði nokk­ur orð áður en Halla steig sjálf upp á svið og ávarpaði sam­kom­una. Að lok­um skemmti hljóm­sveit­in VÆB gest­um. 

Halla Hrund ávarpaði samkomuna.
Halla Hrund ávarpaði sam­kom­una. Ljós­mynd/​Arna Petra

Þjóni Íslandi sem for­seti

Að lok­inni dag­skrá var boðið upp á grillaðar pyls­ur ut­an­dyra, þar sem að börn léku sér á leik­svæðinu við Sal­inn, og Halla og Kristján spjölluðu við gesti. 

„Ég er ótrú­lega hrærð yfir hversu marg­ir mættu og hafa verið að leggja fram­boðinu lið. Það er ómet­an­legt að finna stemn­ing­una í hópn­um. Við erum í þessu sam­an og þessi já­kvæði kraft­ur er al­gjör­lega í takt við boðskap fram­boðsins og hvernig ég vil þjóna Íslandi sem for­seti,“ er haft eft­ir Höllu í til­kynn­ingu.

Ungir stuðningsmenn Höllu.
Ung­ir stuðnings­menn Höllu. Ljós­mynd/​Arna Petra
Fólk gæddi sér á grilluðum pulsum.
Fólk gæddi sér á grilluðum puls­um. Ljós­mynd/​Arna Petra
Stuðningsmenn veifa fána Höllu.
Stuðnings­menn veifa fána Höllu. Ljós­mynd/​Arna Petra
Ljós­mynd/​Arna Petra
mbl.is