Frambjóðendur svara: Halla Hrund Logadóttir

Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund Logadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halla Hrund Loga­dótt­ir, fram­bjóðandi til embætt­is for­seta Íslands, tel­ur meðal ann­ars reynslu sína og þekk­ingu af auðlinda­mál­um hér heima og er­lend­is vera gríðarlega mik­il­væga fyr­ir embætti for­seta Íslands. Þá tel­ur hún það vera kost að for­seti Íslands sé óháður og komi ekki úr stjórn­mála­starfi. 

Það mik­il­væg­asta við embætti for­seta Íslands að mati Höllu Hrund­ar er að for­set­inn sé öfl­ug­ur liðsmaður þjóðar­inn­ar allr­ar. Hún seg­ir að for­set­inn þurfi að tala fyr­ir hags­mun­um al­menn­ings og vera öfl­ug­ur talsmaður þjóðar­inn­ar á alþjóðavett­vangi. 

Morg­un­blaðið gef­ur öll­um fram­bjóðend­um tæki­færi til að svara sjö spurn­ing­um og birt­ir svör hvers fyr­ir sig á mbl.is. Svör­um fram­bjóðend­anna verður síðan safnað og þau birt í Morg­un­blaðinu svo les­end­ur geti hag­an­lega borið þau sam­an.

Íslend­ing­ar ganga að kjör­borðinu 1. júní og kjósa sér sjö­unda for­seta lýðveld­is­ins. Morg­un­blaðið og mbl.is fylgj­ast vel með og færa ykk­ur helstu frétt­ir af kosn­inga­bar­átt­unni.

Hér á eft­ir fara svör Höllu Hrund­ar við spurn­ing­um mbl.is og Morg­un­blaðsins:

Halla Hrund er ein þeirra tólf sem bjóða sig fram …
Halla Hrund er ein þeirra tólf sem bjóða sig fram í embætti for­seta Íslands í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hvað finnst þér mik­il­væg­ast við embætti for­seta Íslands?

„For­seta­embættið eig­um við öll sam­an og for­set­inn á að vera trygg­ur þjónn þjóðar­inn­ar, í blíðu og stríðu. Mik­il­væg­asta hlut­verk for­seta Íslands er því að vera öfl­ug­ur liðsmaður þjóðar­inn­ar allr­ar. For­set­inn hvet­ur samlanda sína til dáða, er til staðar og fær aðra til að vaxa og njóta sín. Hann á að tengja ólíka hópa sam­fé­lags­ins sam­an og ljá þeim rödd sem minna mega sín. For­seti á einnig að fá okk­ur til að leggja okk­ur fram fyr­ir sam­fé­lagið okk­ar og horfa bjart­sýn fram á veg­inn, en vera til staðar þegar á móti blæs. For­seti þarf að tala fyr­ir hags­mun­um al­menn­ings og vera öfl­ug­ur talsmaður þjóðar­inn­ar á alþjóðavett­vangi.“

Hvað hef­ur þú helst fram að færa til embætt­is­ins um­fram aðra fram­bjóðend­ur?

„Reynsla mín og þekk­ing af auðlinda­mál­um hér heima og er­lend­is er gríðarlega mik­il­væg fyr­ir embætti for­seta Íslands. Ég veit hvaða verðmæti við eig­um í auðlind­um okk­ar og nátt­úru, ég þekki hversu ein­stak­ar þær eru á heimsvísu og hvers vegna það skipt­ir máli að nýta og njóta þeirra af alúð fyr­ir kom­andi kyn­slóðir. Þessi þekk­ing á orku,- auðlinda og lofts­lags­mál­um nýt­ist vel í alþjóðlegu sam­hengi enda um lyk­il­mála­flokka að ræða. Reynsla mín af því að byggja upp alþjóðleg verk­efni frá grunni er einnig dýr­mætt vega­nesti í embætti for­seta. Vegna henn­ar hef ég skýra sýn á það hvernig for­seti Íslands get­ur stutt við fjöl­breytt tæki­færi lands­ins, hvort sem það er í verk­efn­um tengd­um ný­sköp­un, menn­ingu, list­um, íþrótt­um eða með hvatn­ingu til allra lands­manna. Þá tel ég það kost að for­seti Íslands sé óháður og komi ekki úr stjórn­mála­starfi. Hins veg­ar þekki ég stjórn­kerfi lands­ins vel, ekki hvað síst vegna starfs míns sem orku­mála­stjóri. Þar hef ég sýnt að ég vinn af heil­ind­um með al­manna­hags­muni að leiðarljósi. Þá af­stöðu tel ég vera mik­il­væg­asta átta­vita for­seta Íslands.“

Á maki for­seta að hafa form­lega, launaða stöðu?

„Hlut­verk maka for­seta er hvergi form­lega skil­greint og ég tel ekki ástæðu til að breyta því. Aft­ur á móti get­ur maki for­seta verið öfl­ug­ur liðsstyrk­ur fyr­ir embættið, eins og dæm­in hafa sýnt, og þekk­ing og reynsla viðkom­andi get­ur nýst í þágu þjóðar­inn­ar. Eig­inmaður minn Kristján Freyr, kem­ur til að mynda úr ný­sköp­un­ar­geir­an­um. Hann þekk­ir vel til gervi­greind­ar, sem mun hafa mik­il áhrif á heim­inn all­an á kom­andi árum, meðal ann­ars á Ísland.“

Á for­seti að vera virk­ur þátt­tak­andi í þjóðmá­laum­ræðu?

„For­seti á ekki að taka þátt í póli­tísk­um deil­um eða dæg­urþrasi. For­set­inn á að hlusta á þjóðina og nýta stöðu sína, áhrif og rödd til að vekja at­hygli á brýn­um mál­um í sam­fé­lag­inu og stuðla að upp­byggi­legri umræðu með lang­tíma­sýn og hags­muni al­menn­ings að leiðarljósi. For­seti Íslands á að vera for­seti allra lands­manna.“

Hvað vægi þyngst í ákvörðun um að synja lög­um staðfest­ing­ar: rök stjórn­ar­and­stöðu, mót­mæli, ráðgjöf eða eig­in dómgreind?

„Það sem veg­ur þyngst þegar kem­ur að mál­skots­rétt­in­um er eðli máls. Ég tel að for­seti Íslands eigi ekki að beita þess­ari vald­heim­ild nema í afar sér­stök­um aðstæðum ef lang­tíma­hags­mun­ir þjóðar­inn­ar eru und­ir. Við ákvörðun um að synja lög­um staðfest­ing­ar ætti for­set­inn að íhuga öll rök og sjón­ar­mið vand­lega. For­set­inn ætti að hlusta á rödd þjóðar­inn­ar, viða að sér upp­lýs­ing­um um all­ar hliðar máls­ins og beita svo eig­in dómgreind. Allt eru þetta grund­vall­ar­atriði í ákvörðun um að synja lög­um staðfest­ing­ar.“

Hver eru brýn­ustu viðfangs­efni Íslend­inga nú og hvað hef­ur for­seti til þeirra mála að leggja?

„Brýn­ustu viðfangs­efni Íslend­inga í mín­um huga eru að þétta raðirn­ar, efla gleði og sam­kennd okk­ar á milli og þar með styrk okk­ar til að sækja fram. Ég finn á ferðum mín­um um landið að ákveðnir hóp­ar í sam­fé­lag­inu upp­lifa sig af­skipta, eru ein­angraðir og marg­ir glíma við ein­mana­leika, kvíða og þung­lyndi. Sam­fé­lagið okk­ar verður líka sí­fellt fjöl­breytt­ara. Þess vegna er mik­il­vægt að hlúa að tungu okk­ar og menn­ingu og gera öll­um kleift að leggja sitt af mörk­um. Sem for­seti mun ég nýta reynslu mín af því að fá ólíka hópa til að vinna sam­an og leit­ast við að horfa á það hvernig við get­um sótt fram um allt land fyr­ir framtíðina. Ísland er í ein­stakri stöðu, ríkt af auðlind­um nátt­úru og hug­vits, og við höf­um alla burði til þess að ná lengra sam­an. Í þessu sam­hengi skipt­ir máli að for­seti sé mál­svari allra í sam­fé­lag­inu og tali fyr­ir sjálf­bærni og al­manna­hags­mun­um í hví­vetna. Það skipt­ir líka máli að for­seti hlúi að mennsk­unni á tím­um örr­ar tækniþró­un­ar og gervi­greind­ar og sé vak­andi yfir þeim áskor­un­um og tæki­fær­um sem sú þróun get­ur fært okk­ur.“

Hver er hæfi­leg­ur tími í embætti fyr­ir for­seta?

„Ég tel þrjú til fjög­ur kjör­tíma­bil vera hæfi­leg­an tíma.“

mbl.is