Frambjóðendur svara: Jón Gnarr

Jón Gnarr segist hafa farið óhefðbundna leið í lífinu.
Jón Gnarr segist hafa farið óhefðbundna leið í lífinu. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Jón Gn­arr, fram­bjóðandi til embætt­is for­seta Íslands, seg­ist hafa mikla og fjöl­breytta lífs­reynslu. Hann hafi marg­slungið vald á ís­lenskri tungu og hæfni til að beita henni á skap­andi og áhrifa­rík­an hátt og hafi já­kvæð áhrif á fólk. 

Það mik­il­væg­asta við embætti for­seta Íslands að mati Jóns Gn­arr er að for­set­inn fylg­ist vel með þjóð sinni og sé með putt­ann á þjóðar­púls­in­um. 

Morg­un­blaðið gef­ur öll­um fram­bjóðend­um tæki­færi til að svara sjö spurn­ing­um og birt­ir svör hvers fyr­ir sig á mbl.is. Svör­um fram­bjóðend­anna verður síðan safnað og þau birt í Morg­un­blaðinu svo les­end­ur geti hag­an­lega borið þau sam­an.

Íslend­ing­ar ganga að kjör­borðinu 1. júní og kjósa sér sjö­unda for­seta lýðveld­is­ins. Morg­un­blaðið og mbl.is fylgj­ast vel með og færa ykk­ur helstu frétt­ir af kosn­inga­bar­átt­unni.

Hér á eft­ir fara svör Jóns við spurn­ing­um mbl.is og Morg­un­blaðsins:

Jón Gnarr býður sig fram til embættis forseta Íslands.
Jón Gn­arr býður sig fram til embætt­is for­seta Íslands. Ljós­mynd/​Bald­ur Kristjáns­son

Hvað finnst þér mik­il­væg­ast við embætti for­seta Íslands?

For­set­inn á að fylgj­ast vel með þjóð sinni og vera með putt­ann á þjóðar­púls­in­um. Skynja stemm­ing­una, blása fólki kjark í brjóst þegar á móti blæs og hug­hreysta og gleðjast með þjóð sinni þegar vel geng­ur. For­seti þarf að hafa sjarma og út­geisl­un, vera áhuga­verður og skemmti­leg­ur full­trúi okk­ar áhuga­verðu og skemmti­legu þjóðar.

Hvað hef­ur þú helst fram að færa til embætt­is­ins um­fram aðra fram­bjóðend­ur?

Mikla og fjöl­breytta lífs­reynslu, marg­slungið vald á ís­lenskri tungu og hæfni til að beita henni á skap­andi og áhrifa­rík­an hátt og hafa já­kvæði áhrif á fólk. Ég hef farið óhefðbundna leið í líf­inu sem veit­ir mér inn­sýn inn í svo marg­ar hliðar af ís­lensku sam­fé­lagi. Ég er t.d. eini fram­bjóðand­inn í efstu sæt­um skoðanakann­ana sem er sjálf­stætt starf­andi.

Á maki for­seta að hafa form­lega, launaða stöðu?

Það fer eft­ir aðstæðum og eitt­hvað sem þarf að semja um í hverju til­felli.

Á for­seti að vera virk­ur þátt­tak­andi í þjóðmá­laum­ræðu?

For­seti á að vera virk­ur í þjóðmá­laum­ræðu, sér­stak­lega þar sem halda þarf uppi vörn­um fyr­ir þá sem minna mega sín í sam­fé­lag­inu. Hann þarf að vera vak­andi fyr­ir því að eng­ir þjóðfé­lags­hóp­ar gleym­ist. For­set­inn þarf að vera með putt­ann á púls­in­um og skynja stemn­ing­una í sam­fé­lag­inu á hverri stundu. For­seti á að nota stöðu sína til að leiða til sátta þar sem ósætti er.“ 

Hvað vægi þyngst í ákvörðun um að synja lög­um staðfest­ing­ar: rök stjórn­ar­and­stöðu, mót­mæli, ráðgjöf eða eig­in dómgreind?

Mót­mæli, ráðgjöf og eig­in dómgreind. Fyrst og fremst mik­il al­menn andstaða við mál­efnið, form­leg und­ir­skrifta­söfn­un, fag­leg ráðgjöf í bland við eig­in sann­fær­ingu. 

Hver eru brýn­ustu viðfangs­efni Íslend­inga nú og hvað hef­ur for­seti til þeirra mála að leggja?

„Brýn­ustu viðfangs­efn­in eru með hvaða hætti við ætl­um að nýta auðlind­ir okk­ar og að við ger­um það í sem mestri sátt. Sam­band menn­ing­ar og nátt­úru þarf alltaf að byggja á mála­miðlun og þar hef­ur for­set­inn veiga­miklu hlut­verki að gegna. 

Það er brýnt að sætta ólíka hópa á Íslandi áður en það er orðið um sein­an. Það þarf að hjálpa inn­flytj­end­um að aðglag­ast sam­fé­lag­inu bet­ur, það þarf að brúa bilið milli höfuðborg­ar­svæðis­ins og lands­byggðar­inn­ar. Það þarf að finna leið til að sætta „góða fólkið“ og „vonda fólkið“. Þar mun ég sem for­seti gegna lyk­il­hlut­verki. 

Það þarf að efla og styrkja ís­lenska tungu og ég held að fáir séu bet­ur falln­ir til þess en ég. Íslensk tunga hef­ur verið verk­færi mitt alla ævi, í allri minni list og ég elska hana af öllu hjarta.

Hver er hæfi­leg­ur tími í embætti fyr­ir for­seta?

Tvö kjör­tíma­bil.

mbl.is