Kjörseðlar kláruðust: Aðsókn meiri en áætlað var

Ræðismaðurinn vanmat fjölda kjósenda.
Ræðismaðurinn vanmat fjölda kjósenda. AFP

Nokkr­ir Íslend­ing­ar fóru í fýlu­ferð á kjörstað á Kana­ríeyj­um vegna skorts á kjör­seðlum.

Þurftu ein­hverj­ir að yf­ir­gefa kjörstað án þess að hafa greitt for­setafram­bjóðanda sín­um at­kvæði. 

Boðið var upp á sér­staka kosn­inga­tíma í suður­hluta eyj­unn­ar Gran Can­aria og í höfuðborg Teneri­fe, en aðsókn í kosn­inga­tím­ann í suður­hluta eyj­unn­ar reynd­ist meiri en fjöldi til­tækra kjör­seðla, seg­ir í svari ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn mbl.is. 

Viðbót­ar­seðlar vænt­an­leg­ir 

Í svari ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins seg­ir að ræðismaður Íslands á Kana­ríeyj­um áætli hverju sinni hve marga kjör­seðla þurfi miðað við fjölda Íslend­inga á svæðinu og fjölda kjós­enda í fyrri kosn­ing­um. 

Ræðismaður­inn virðist hafa van­metið fjölda þeirra sem vildu greiða at­kvæði í kosn­ing­un­um og fyr­ir vikið kláruðust kjör­seðlarn­ir í kosn­inga­tím­an­um. 

Viðstadd­ir voru beðnir vel­v­irðing­ar og boðið að mæta aft­ur á miðviku­dag­inn. Viðbót­ar­kjör­seðlar eru vænt­an­leg­ir til eyj­unn­ar á morg­un. 

Svar ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins í heild sinni: 

„Í aðdrag­anda kosn­inga hverju sinni leggja ræðis­menn Íslands mat á hversu margra kjör­seðla er þörf, sem bygg­ir á fjölda Íslend­inga á svæðinu sem og fjölda kjós­enda í fyrri kosn­ing­um. Ræðismaður Íslands á Kana­ríeyj­um er á eyj­unni Gran Can­aria, en al­mennt þurfa Íslend­ing­ar á eyj­un­um að fara á skrif­stofu hans til að kjósa.

Að þessu sinni var ákveðið að aug­lýsa sér­stak­an kosn­inga­tíma á suður­hluta eyj­unn­ar sem og í höfuðborg Teneri­fe til að þjón­usta ís­lenska rík­is­borg­ara á svæðunum vegna for­seta­kosn­ing­anna á Íslandi. Aðsókn­in á suður­hluta Gran Can­aria á föstu­dag­inn reynd­ist meiri en ræðismaður­inn hafði áætlað og því kláruðust kjör­seðlarn­ir á aug­lýst­um kosn­inga­fundi á Teneri­fe í dag. Viðstadd­ir voru beðnir vel­v­irðing­ar og boðið að kjósa á suður­hluta Gran Can­aria á miðviku­dag­inn.  Að beiðni ræðismanns voru viðbót­ar­kjör­seðlar send­ir ytra á föstu­dag­inn og eru þeir vænt­an­leg­ir til Kana­ríeyja á morg­un.“

mbl.is