Ný könnun kynnt á forsetafundi á Akureyri

Katrín Jakobsdóttir mætir á forsetafund Morgunblaðsins og mbl.is á Akureyri.
Katrín Jakobsdóttir mætir á forsetafund Morgunblaðsins og mbl.is á Akureyri. Samsett mynd

For­seta­fund­ur Morg­un­blaðsins og mbl.is verður í kvöld hald­inn með Katrínu Jak­obs­dótt­ur á Græna hatt­in­um á Ak­ur­eyri.

Fund­ur­inn hefst klukk­an 19.30 og eru all­ir vel­komn­ir á meðan hús­rúm leyf­ir.

Í upp­hafi fund­ar stíga álits­gjaf­arn­ir Þór­hall­ur Jóns­son, versl­un­ar­maður á Ak­ur­eyri, og Kristrún Lind Birg­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Ásgarðs, á svið og ræða glæ­nýja skoðana­könn­un Pró­sents sem kynnt verður á fund­in­um í kvöld. 

Næst­síðasti for­seta­fund­ur­inn

Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son spyrja Katrínu spurn­inga um for­seta­embættið og í kjöl­far þess verður opnað fyr­ir spurn­ing­ar frá fund­ar­gest­um.

Er þetta næst­síðasti for­seta­fund­ur­inn en á fimmtu­dag verður hald­inn for­seta­fund­ur með Höllu Tóm­as­dótt­ur í Reykja­nes­bæ á Park Inn by Radis­son klukk­an 19.30.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina