Skólum lokað vegna gríðarlegrar hitabylgju

Fólk að skýla sér frá miklum hita.
Fólk að skýla sér frá miklum hita. AFP/Arun Sankar

Borg­ar­yf­ir­völd í Delí, höfuðborg Ind­lands, hafa fyr­ir­skipað öll­um skól­um að ljúka námi fyrr og senda nem­end­ur í sum­ar­frí þar sem hita­stigið fór upp í 47,4 gráður í gær.

Veður­stofa Ind­lands hef­ur varað við al­var­legri hita­bylgju.  

Mikill hiti hefur verið að valda miklum sólsting.
Mik­ill hiti hef­ur verið að valda mikl­um sól­sting. AFP/ R.Sat­ish Babu

Borg­ar­yf­ir­völd í Delí hafa skipað skóla­yf­ir­völd­um að loka skól­um þegar í stað vegna hit­ans. Þetta er gert að beiðni ind­verska yfri­valda að því er seg­ir í ind­verska dag­blaðinu Hindust­an Times. 

Einnig hafa yf­ir­völd í öðrum ríkj­um lands­ins fyr­ir­skipað að skól­um verði lokað vegna hita­bylgj­unn­ar, þar á meðal í Hary­ana, Mad­hya Pra­desh, Púnjab og Raj­ast­h­an. 

mbl.is