Atkvæðagreiðslu frestað: Kjörgögn skiluðu sér ekki

Ut­an­rík­is­ráðuneytið neyðist til að fresta til föstu­dags boðaðri  utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu vegna kom­andi for­seta­kosn­inga sem átti að fara fram á Gran Can­aria í dag. Það staf­ar af því að hluti kjör­gagna sem send voru með for­gangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 

Ut­an­rík­is­ráðuneytið leit­ar nú skýr­inga hjá flutn­ingsaðilan­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu. 

„At­hygli er vak­in á því að kjör­stjóri árit­ar sér­stakt fylgi­bréf með hverju og einu at­kvæði og held­ur sér­staka skrá þar sem bókað er m.a. nafn, kennitala og lög­heim­ili kjós­enda og hvar og hvenær kosið var og hjá hvaða kjör­stjóra. Með þessu fyr­ir­komu­lagi er komið í veg fyr­ir að mis­farið sé með glötuð kjör­gögn. 

Utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslan á Gran Can­aria verður á föstu­dag­inn 24. maí nk. og mun fara fram á veit­ingastaðnum Why Not Lago á Maspalom­as milli klukk­an 11 og 14,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þá er jafn­framt vak­in athygli á því að of­an­greint hafi ekki áhrif á boðaða utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu sem fyr­ir­huguð sé á Teneri­fe á morg­un fimmtu­dag, föstu­dag og laug­ar­dag, á hót­el­inu H10 Conquista­dor á am­er­ísku strönd­inni milli klukk­an 10:00 og 14:00.

„Ut­an­rík­is­ráðuneytið ábyrg­ist að öll greidd utan­kjör­fund­ar­at­kvæði verði flutt til viðeig­andi kjör­stjórna á Íslandi í tæka tíð, kjós­end­um að kostnaðarlausu,“ seg­ir enn frem­ur. 

mbl.is