Lést eftir fall í sturtu

Colin var þekktur bassaleikari og hafði verið búsettur í Belgíu …
Colin var þekktur bassaleikari og hafði verið búsettur í Belgíu síðustu ár. Skjáskot/Instagram

Einn stofn­enda hljóm­sveit­ar­inn­ar Train, bassa­leik­ar­inn Charlie Col­in, er lát­inn. Hann var 58 ára gam­all.

Col­in fannst lát­inn á heim­ili ónefnds vin­ar í Brus­sel nú á dög­un­um. Óvíst er hvenær hann lést en bassa­leik­ar­inn hafði verið feng­inn til að vakta heim­ilið í nokkra daga. Vin­ur­inn kom að Col­in látn­um við heim­komu.

Talið er að Col­in hafi fallið í sturtu, misst meðvit­und og lát­ist af áverk­um sín­um skömmu síðar en form­leg dánar­or­sök ligg­ur ekki fyr­ir.

Col­in yf­ir­gaf Train árið 2003 í kjöl­far langr­ar bar­áttu við fíkni­efni. Hljóm­sveit­in er þekkt fyr­ir smelli á borð við Drops of Jupiter, Play That Song, Hey, Soul Sister og 50 Ways to Say Good­bye.

Liðsmenn sveit­ar­inn­ar minnt­ust fé­laga síns á In­sta­gram í gær­dag. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by train (@train)

mbl.is