Leyfissvipting stytt þrátt fyrir alvarleg brot

Bátarnir lönduðu strandveiðiafla á Hofsósi sumarið 2022 þegar aflinn var …
Bátarnir lönduðu strandveiðiafla á Hofsósi sumarið 2022 þegar aflinn var vigtaður af skipstjóra Þorgríms SK í stað löggilts vigtunarmanns. mbl.is/Sigurður Bogi

Skip­stjór­ar á strand­veiðibát­un­um Þorgrími SK-27, Rós­borg SI-29 og Skotta SK-138 eru sagðir í ákvörðun Fiski­stofu um veiðileyf­is­svipt­ingu hafa framið „meiri­hátt­ar og sér­lega víta­verð“ brot þegar skip­stjóri Þorgríms við lönd­un vigtaði eig­in afla og hinna tveggja án þess að hafa til þess leyfi. Tel­ur Fiski­stofa brot skip­stjór­anna „með al­var­leg­ustu brot­um“ gegn lög­um um fisk­veiðar.

Þrátt fyr­ir að Fiski­stofa telji brot­in al­var­leg ákvað stofn­un­in aðeins að svipta bát­anna um leyfi til strand­veiða í eina viku í næsta mánuði. Stofn­un­in tel­ur að eðli­legt hefði verið að svipta bát­ana um veiðileyfi í fjór­ar vik­ur en rök­styður skemmri svipt­ingu með að vísa til þeirra mik­illa tafa sem urðu á af­greiðslu máls­ins.

Málið má rekja allt aft­ur til strand­veiðanna árið 2022. Höfðu eft­ir­lits­menn stofn­un­ar­inn­ar verið á Hofsósi við eft­ir­lits­störf 8. júní það ár og var þá á hafn­ar­bakk­an­um verið frá­geng­inn afli úr Þorgrími. Aðspurður sagði skip­stjóri báts­ins að afl­inn hefði verið vigtaður af lög­gilt­um vigt­ar­manni, en hann hefði þurft frá að hverfa en væri vænt­an­leg­ur aft­ur fyr­ir næstu lönd­un.

Skömmu seinna hafi ann­ar bát­ur komið til lönd­un­ar og mætti þá vigt­armaður­inn og sá um vigt­un afl­ans, en að lönd­un lok­inni ákváðu eft­ir­lits­menn að bera sam­an handskrift í stíla­bók með lönd­un­ar­töl­um. Fannst eft­ir­lits­mönn­um tölu­vert frá­vik í skrift­inni sem var notuð til að skrá lönd­un Þorgríms og þeirri sem vigt­armaður­inn notaði við skrán­ingu afla hins báts­ins.

Vegna gruns um brot var ákveðið að fylgj­ast með lönd­un á Hofsósi næsta dag, 9. júní. Var sent upp ómannað loft­f­ar til að fylgj­ast með lönd­un­um og komu upp úr klukk­an tvö síðdeg­is bát­arn­ir Þorgrím­ur, Rós­borg og Skotta til hafn­ar á Hofsósi.

Nýttu eft­ir­lits­menn loft­farið til að taka upp átta mynd­bönd sem sam­tls telja 43 mín­út­ur. „Á þeim sést þegar málsaðili, og jafn­framt skip­stjóri fiski­skips­ins Þorgrím­ur SK-27 […] keyr­ir afla á lyft­ara úr fram­an­greind­um þrem­ur strand­veiðibát­um á hafn­ar­vog og skrá­ir lönd­un­ar­töl­ur í áður­nefnda stíla­bók sem staðsett er í vigt­ar­skúr á höfn­inni,“ að því er seg­ir í lýs­ingu máls­at­vika.

Ef­ast um lög­mæti eft­ir­lits

Fram kem­ur í máls­gögn­um að bæði skip­stjór­inn á Þorgrími og Rós­borg gerðu við úr­vinnslu máls­ins al­ar­leg­ar at­huga­semd­ir við að eft­ir­liti hafi verið sinnt með ómönnuðu loft­fari án vit­und þeirra. Vildu þeir meina að eft­ir­litið hafi verið fram­kvæmt „án laga­heim­ild­ar til þeirr­ar vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga sem átti sér stað að hálfu Fiski­stofu fyr­ir 14. júlí 2022, þegar lög nr. 85/​2022 tóku gildi og veittu stofn­un­inni heim­ild til þess að nota fjar­stýrð loft­för í eft­ir­lits­störf­um sín­um.“

Fiski­stofa hafn­ar því að notk­un loft­fars­ins hafi verið ólög­mæt og jafn­vel þó ann­mark­ar væru gerðir við málsmeðferðina ógildi það ekki stjórn­valdsákvörðun stofn­un­ar­inn­ar. Bend­ir stofn­un­in jafn­framt á að mála­til­búnaður henn­ar byggi í grunn­inn á vitn­is­b­urði tveggja eft­ir­lits­manna.

Taldi sig hafa leyfi

Skip­stjóri Þorgríms sagði í at­huga­semd­um sín­um jafn­framt ljóst að at­vikið gæti hvorki geta orðið grund­völl­ur refs­ing­ar í saka­máli eða grund­völl­ur viður­laga á stjórn­sýslu­stigi. Full­yrti hann að all­ur afli úr bátn­um hafi verið veg­inn á hafn­ar­vog og benti hann á að notuð hafi verið lög­gilt vog.

„Þá kvaðst málsaðili hafa haft sam­band sím­leiðis við nefnd­an lög­gilt­an vigt­ar­mann, sem átti að vera við störf á höfn­inni í um­rætt sinn en var ekki. Að sögn málsaðila gat vigt­armaður­inn ekki vigtað afl­ann vegna anna. Að sögn málsaðila gaf Þ hon­um fyr­ir­mæli um að vigta afl­ann sjálf­ur, skrá hann niður og myndi [vigt­armaður­inn] í kjöl­farið staðfesta vigt­un­ina. Af þeim sök­um taldi málsaðili ljóst að hann hafði ekki ásetn­ing til brots og geti sú hátt­semi að forða afla und­an tjóni, að und­an­gengn­um fyr­ir­mæl­um vigt­ar­manns, ekki tal­ist gá­leysi í ljósi at­vika máls­ins.“

Leitaði Fiski­stofa til Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar sem tel­ur starfs­hátt­ur vigt­ar­manns, sé hann eins og lýst er í at­huga­semd­um skip­stjóra Þorgríms, ekki í sam­ræmi við við ákvæði laga. Enda er ljóst að vigt­armaður sem erkki er viðstadd­ur vigt­un geti ekki tryggt að hún fari fram í sam­ræmi við lög og regl­ur.

Þá upp­lýstu Skaga­fjarðar­hafn­ir að „um­rædd­ur vigt­armaður í verk­taka­vinnu og ann­ast ör­fá­ar land­an­ir á Hofsósi. Þetta atriði sé al­veg skýrt, geti hann ekki ann­ast vigt­un ber hon­um að hringja í vakt­síma Skaga­fjarðar­hafna og starfsmaður frá Sauðár­króki gæti í hans stað ekið þaðan og séð um vigt­un. Að sögn hafn­ar­stjóra hef­ur sú fram­kvæmd ekki viðgeng­ist hjá Skaga­fjarðar­höfn­um að skip­stjór­ar vigti og skrái afla sinn sjálf­ur, sem vigt­armaður síðan staðfest­ir að lok­inni lönd­un.“

Fiskistofa styðst við fleiri tegundir dróna við eftirlit.
Fiski­stofa styðst við fleiri teg­und­ir dróna við eft­ir­lit. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hefði verið fjög­urra vikna svipt­ing

„Að mati Fiski­stofu er ekki til staðar vafi um hina meintu sak­næmu hátt­semi,“ seg­ir í rök­stuðningi Fiski­stofu. Brutu skip­stjór­arn­ir gegn ákvæðum laga með því að tryggja ekki að vigt­un hafi verið fram­kvæmd af starfs­manni hafn­ar sem hlotið hef­ur til þess lög­gild­ingu.

Fiski­stofa hef­ur ákveðið að svipta Þorgrím og Rós­borg um leyfi til strand­veiða í eina viku frá og með 15. júní næst­kom­andi til 21. júní.

„Tals­verður drátt­ur hef­ur orðið á meðferð máls­ins hjá Fiski­stofu sem málsaðila verður ekki um kennt. Ákvörðun þessi er tek­in sam­hliða tveim­ur öðrum ákvörðunum er spretta af sama máli sem hef­ur haft áhrif á málsmeðferðar­tíma þar sem Fiski­stofa taldi rétt að ljúka öll­um ákvörðunum sam­hliða. Verður drátt­ur á meðferð máls­ins met­inn málsaðila í hag við ákvörðun viður­laga sam­kvæmt ákvörðun­ar­orði, sem að öðrum kosti hefði að mati Fiski­stofu orðið fjór­ar vik­ur í svipt­ingu veiðileyf­is,“ seg­ir í ákvörðun Fiski­stofu.

mbl.is