Hvert er augnamið Arnars Þórs?

Björn Ingi Hrafnsson, Arnar Þór Jónsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir eru …
Björn Ingi Hrafnsson, Arnar Þór Jónsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í næsta þætti af Spursmálum. Samsett mynd

Arn­ar Þór Jóns­son for­setafram­bjóðandi sit­ur fyr­ir svör­um í næsta þætti af Spurs­mál­um sem verður sýnd­ur á mbl.is klukk­an 14 í dag.

Arn­ar Þór til­kynnti um fram­boð sitt hinn 3. janú­ar síðastliðinn þegar hann bauð til blaðamanna­fund­ar á heim­ili sínu. Var hann fyrst­ur allra fram­bjóðenda til að op­in­bera fram­boð sitt.

Síðustu skoðanakann­an­ir sýna fram á fylgisaukn­ingu Arn­ars Þórs. Mæl­ist hann nú með 6% fylgi sam­kvæmt nýj­ustu könn­un Pró­sents og sit­ur þar með í sjötta sæti meðal fram­bjóðend­anna tólf. 

Í þætt­in­um verður krefj­andi spurn­ing­um beint að Arn­ari. Knúið verður á um svör hvers kon­ar viðhorf hann hef­ur til embætt­is for­seta Íslands og með hvaða hætti hann hyggst beita sér í því nái hann kjöri. 

Fjöl­miðlafólk rýn­ir í frétt­ir vik­unn­ar

Ragn­heiður Guðmunds­dótt­ir rit­stjóri Eft­ir vinnu hjá Viðskipta­blaðinu mæt­ir í settið ásamt Birni Inga Hrafns­syni rit­stjóra Vilj­ans til að rýna helstu frétt­ir líðandi viku und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar.

Vertu viss um að fylgj­ast með Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga klukk­an 14. 

mbl.is