Ólíðandi stjórnsýsla

Skammt er til hefðbundins upphafs vertíðarinnar.
Skammt er til hefðbundins upphafs vertíðarinnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þetta er al­veg óskilj­an­legt og ólíðandi stjórn­sýsla hjá mat­vælaráðherra. Taf­irn­ar valda aug­ljós­lega miklu tjóni og ég kaupi ekki leng­ur af­sak­an­ir ráðherr­ans um að ætla að skoða málið nán­ar,“ seg­ir Teit­ur Björn Ein­ars­son alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Viðbragða hans var leitað við því að enn hef­ur ekki verið brugðist við um­sókn Hvals hf. um leyfi til hval­veiða, skammt er til hefðbund­ins upp­hafs vertíðar­inn­ar og ljóst orðið að eng­ar hval­veiðar munu eiga sér stað í sum­ar.

Teit­ur Björn vís­ar því al­ger­lega á bug sem fram hef­ur komið hjá mat­vælaráðherra að hval­veiðar standi nú á ein­hverj­um sér­stök­um tíma­mót­um og að reglu­verk um veiðarn­ar sé flókið.

Kristján Loftsson,
Kristján Lofts­son, mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

„Veiðarn­ar voru heim­ilaðar síðasta haust og ekk­ert hef­ur breyst í reglu­verk­inu síðan. Það af­sak­ar ekk­ert þessa töf. Þá er mat­vælaráðherra ekki heim­ilt að leggja til grund­vall­ar ólög­bund­in og/​eða ómál­efna­leg sjón­ar­mið sem ekki eiga sér stoð í lög­um um hval­veiðar,“ seg­ir Teit­ur Björn.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.
Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­vælaráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Styður þú þenn­an ráðherra?

„Ég styð þessa rík­is­stjórn til góðra verka, en ætl­ast til þess að ráðherr­arn­ir fari að lög­um. Það er ekki hægt að styðja svona stjórn­sýslu og hún lít­ur ekki vel út að mínu mati. Þetta er mjög al­var­legt mál,“ seg­ir hann. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: