Geir og Jóhanna styðja Höllu Hrund

Halla Hrund nýtur nú opinbers stuðnings tveggja fyrrverandi forsætisráðherra.
Halla Hrund nýtur nú opinbers stuðnings tveggja fyrrverandi forsætisráðherra. Samsett mynd/mbl.is/Árni/Kristinn

Geir Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, og Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, hafa bæði lýst yfir stuðningi við Höllu Hrund Loga­dótt­ur for­setafram­bjóðanda.

Jó­hanna lýsti yfir sín­um stuðningi á face­book og sagði Höllu búa búa yfir þeim kost­um sem hún vilji að for­seti Íslands hafi að bera.

„Ég kýs Höllu Hrund Loga­dótt­ur sem næsta for­seta Íslands. Ekki síst vegna þekk­ing­ar henn­ar á auðlind­um þjóðar­inn­ar og áherslu á að þær verði nýtt­ar í al­mannaþágu,“ skrifaði Jó­hanna á face­book.

Leitaði ráða hjá Geir Haar­de

Geir Haar­de lýsti einnig yfir sín­um stuðningi með færslu á face­book. Kvaðst hann hafa fylgst með Höllu í all­mörg ár og grein­ir hann frá því að hún hafi áður leitað ráða hjá hon­um varðandi fram­halds­nám í Banda­ríkj­un­um.

„Ég tel að hún hafi það sem til þarf til að gegna hinu mik­il­væga embætti for­seta Íslands með glæsi­brag. Þess vegna ætla ég að kjósa hana,“ skrifaði Geir á face­book.

mbl.is