Öllu starfsfólki fiskvinnslunnar sagt upp

Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Allt lít­ur út fyr­ir að Ísfé­lagið hætti starf­semi í Þor­láks­höfn og því öllu starfs­fólki sagt upp. Þetta staðfest­ir Stefán Friðriks­son, for­stjóri Ísfé­lags­ins, í sam­tali við mbl.is og seg­ir að end­an­leg ákvörðun verði tek­in í næstu viku. 

Rúv greindi fyrst frá. 

„Það lít­ur út fyr­ir að við séum að loka fisk­vinnslu okk­ar í Þor­láks­höfn. Það verður klárað í næstu viku geri ég ráð fyr­ir – tek­in ákvörðun þá,“ seg­ir Stefán en alls störfuðu um 34 manns í vinnsl­unni. 

Hann seg­ir að skýr­ing­in sé að eft­ir að humar­veiðum hafi verið hætt árið 2021 hafi hryggj­ar­stykkið úr vinnsl­unni horfið. 

Ísfé­lagið rek­ur frysti­hús og fiski­mjöls­verk­smiðju í Vest­manna­eyj­um og á Þórs­höfn, frysti­hús í Þor­láks­höfn og rækju­verk­smiðju á Sigluf­irði.

Stefán seg­ir að vinnsl­urn­ar í Vest­manna­eyj­um og á Þórs­höfn anni því hrá­efni sem Ísfé­lagið hef­ur yfir að ráða. 

Hann seg­ir stöðuna vera sorg­lega, „þetta fólk er búið að vera hjá okk­ur í mörg ár og sýnt mikla tryggð við fé­lagið“.

mbl.is