Vitundarvakning um auðlindir

Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir vill leggja áherslu á auðlindamál þjóðarinnar, …
Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir vill leggja áherslu á auðlindamál þjóðarinnar, meðal annars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halla Hrund Loga­dótt­ir fann tíma til að mæta upp á Morg­un­blað á milli þess sem hún ferðast á milli lands­hluta og tal­ar við kjós­end­ur, enda er í nógu að snú­ast nú þegar stytt­ist í kosn­ing­ar. Hin bros­milda Halla Hrund staldraði fyrst við hjá áhuga­söm­um stuðnings­mönn­um áður en hún sett­ist niður með blaðamanni Sunnu­dags­blaðsins til að ræða um mann­eskj­una í fram­boði, sýn henn­ar á for­seta­embættið og þau mál­efni sem hún brenn­ur fyr­ir.

Fyr­ir kom­andi kyn­slóðir

Í embætti for­seta vill Halla Hrund efna til vit­und­ar­vakn­ing­ar um mik­il­vægi auðlinda Íslands og verðmæti þeirra.

„Hér þurf­um við lang­tíma­hugs­un og passa upp á að það sé jafn mik­il lang­tíma­sýn í ákv­arðana­töku núna eins og hún var hjá forfeðrum okk­ar sem við erum svo þakk­lát, þeim sem tóku þess­ar góðu ákv­arðanir.“

Þá bæt­ir hún við að for­set­inn geti hjálpað sam­fé­lag­inu að eiga þetta sam­tal með því að setja málið á dag­skrá.

„Sem for­seti ætla ég að vaka yfir og efla vit­und þjóðar­inn­ar á þess­um auðlind­um sem eiga að gagn­ast framtíðarkyn­slóðum. Ég vil að stelp­urn­ar mín­ar horfi til baka á okk­ur með þakk­læti og hugsi: Þau voru meðvituð um auðlind­irn­ar okk­ar og vönduðu sig al­veg eins og fyrri kyn­slóðir.“

Auðlinda­mál­in verða þó ekki eini mála­flokk­ur­inn sem Halla Hrund hyggst setja á odd­inn held­ur nefn­ir hún einnig sókn í ný­sköp­un og tækni. Hún seg­ir sam­fé­lagið á áhuga­verðum tíma­punkti í tækni­bylt­ing­unni og það skipti máli fyr­ir Ísland að vera í sókn á slík­um tíma­mót­um til þess að sam­fé­lagið komi sterkt út úr slík­um breyt­ing­um.

„Ég held að það að for­set­inn eigi að stuðla að vit­unda­vakn­ingu um mik­il­vægi auðlind­ana okk­ar. Þau tæki­færi sem við erum að sjá núna í nýj­um fyr­ir­tækj­um, koma til með nýt­ast fyr­ir ungu kyn­slóðina. Þess vegna vil ég leggja áherslu á tækni og ný­sköp­un. Ef við hugs­um um framtíð Íslands, þá er mikið af tæki­fær­um um allt land þegar það kem­ur að til dæm­is teng­ingu á milli ný­sköp­un­ar og auðlind­ana okk­ar. Ég sé það í heim­sókn­um, öll þessi spenn­andi störf sem eru að verða til út um allt land.“

Ítar­legt viðtal er við Höllu Hrund í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: