Skipstjórum óhóflega refsað öðrum til viðvörunar

Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, hefur ritað Fiskistofu bréf …
Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, hefur ritað Fiskistofu bréf fyrir hönd félagsins þar sem hann lýsir því að verið sé að refsa skipstjórum þriggja báta sem lönduðu afla á Hofsósi í júní 2022 umfram tilefni. Ljósmynd/Aðsend

„Eins og þessi ákvörðun Fiski­stofu kem­ur okk­ur fyr­ir sjón­um átti ein­fald­lega að hengja skip­stjór­ana upp í hæsta gálga öðrum trillukörl­um til viðvör­un­ar,“ skrif­ar Kjart­an Sveins­son, formaður Strand­veiðifé­lags Íslands (STÍ), í bréfi til Fiski­stofu sem 200 míl­ur hef­ur und­ir hönd­um.

Til­efni skrifa Kjart­ans er ákvörðun Fiski­stofu um að svipta tvo strand­veiðibáta, Þorgrím SK-27 og Rós­borg SI-28, um veiðileyfi í viku og veita skip­stjóra Skottu SK-138 áminn­ingu vegna brota sem áttu sér stað við lönd­un afla á Hofsósi í júní 2022. Þann dag vigtaði skip­stjóri Þorgríms eig­in afla og afla úr Skottu og Rós­borg án þess að hafa til­skil­in leyfi.

Skip­stjór­ar strand­veiðibát­anna hafa borið fyr­ir sér að þeir voru að bjarga verðmæt­um þar sem vigt­un­ar­maður Skaga­fjarðar­hafna hafi ekki verið á staðnum.

„Það er miður að Fiski­stofa tel­ur sig knúna til þess að fara fram með slíku offorsi því það bitn­ar ein­göngu á sam­skipt­um milli Fiski­stofu og strand­veiðiflot­ans. STÍ legg­ur mikla áherslu á góða sam­vinnu okk­ar á milli enda erum við að vinna að sama mark­miði: að sjó­menn og út­gerðir vinni inn­an ramma lag­anna. Svona vinnu­brögð eru þó ein­göngu til þess fall­in að grafa und­an trausti og sam­starfs­vilja milli Fiski­stofu og trillu­karla,“ skrif­ar Kjart­an í bréf­inu.

„Fyrr má nú rota en dauðrota“

Í bréf­inu seg­ir að fé­lags­mönn­um hafi brugðið að lesa fregn­ir af ákvörðun Fiski­stofu vegna máls­ins, sér­tak­lega að stofn­un­in hafi sakað skip­stjór­ana þrjá um „meiri­hátt­ar og sér­lega víta­verð“ brot.

„Nú þekkj­um við vel til máls­ins. Máls­at­vik eru þannig að þrír skip­stjór­ar mæta á Hofsós til lönd­un­ar, þar sem eng­inn er vigt­un­ar­maður­inn. Eft­ir að þeir telja sig hafa fengið grænt ljós á að vigta afl­ann ganga þeir í verkið. Þeir vita ekki bet­ur og telja að þeir séu að bjarga verðmæt­um. Þetta er vissu­lega brot, en greini­lega eng­inn ill­ur ásetn­ing­ur enda var engu landað fram­hjá.“

Tel­ur Kjart­an að „eðli­legra“ hefði verið ef eft­ir­lits­menn Fiski­stofu hefðu haft sam­band við skip­stjór­anna strax og þeir urðu var­ir við það sem átti sér stað og upp­lýst þá um að vigt­un­in væri sak­næmt at­hæfi, auk þess að leiðbeina þeim um hvað ætti að gera við aðstæður þar sem vigt­un­ar­maður er ekki viðstadd­ur.

„Þess í stað var beðið í ár með að tjá þeim bréf­leiðis að þeir ættu yfir höfði sér 4 vikna leyf­is­svipt­ingu. Fyrr má nú rota en dauðrota.“

Spurt um al­var­leika

Í bréf­inu er óskað eft­ir skýr­ing­um á því hvað sé átt við þegar Fiski­stofa í ákvörðunum sín­um í mál­um skip­stjór­anna þriggja flokk­ar um­rædd brot „með al­var­leg­ustu brot­um“ gegn lög­um um fisk­veiðar.

„Er þetta mál sam­bæri­legt eða verra en skipu­lagt ís­pró­sentu­s­vindl? Eða er það verra en föls­un á vigt­ar- og ráðstöf­un­ar­skýrsl­um? Hvers vegna fékk út­gerð sem staðin var að föls­un á VOR-skýrsl­um sein­asta sum­ar tæki­færi til að leiðrétta þær skýrsl­ur, en þess­ir skip­stjór­ar fengu refs­ingu fyr­ir fyrsta brot sem hefði þýtt millj­óna­tjón?“ spyr Kjart­an.

mbl.is