Beint streymi: Frambjóðendur mætast í keppni

Frambjóðendur gera sig klára í slaginn.
Frambjóðendur gera sig klára í slaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

For­setafram­bjóðend­ur munu tak­ast á í sjó­mennsku­keppni á bryggj­unni fyr­ir fram­an Brim við Reykja­vík­ur­höfn klukk­an 15.15 í dag. Keppt verður í flök­un og hnýt­ing­um auk þess sem farið verður í spurn­inga­keppni. 

Mark­miðið er að fá fram­bjóðend­ur til að tengja sig grund­vall­ar­at­vinnu­grein Íslands í gegn­um ald­irn­ar, sjáv­ar­út­vegi, sér í lagi af því til­efni að kosn­ing­ar eru dag­inn fyr­ir sjó­mannadag­inn sem nú verður hald­inn í 86. sinn.

Hægt er að horfa á Sjó­mennsku­keppni for­setafram­bjóðenda hér að neðan: 

Lík­am­leg­ir afls­mun­ir veiti ekki for­skot 

Keppn­inni stjórn­ar Arí­el Pét­urs­son, formaður Sjó­mannadags­ráðs og verður Bolli Már Bjarna­son, út­varps­maður og skemmtikraft­ur, bæði kynn­ir og lýs­andi. Gengið verður út frá því að hafa gleðina við völd og því eru all­ar þraut­irn­ar og spurn­ing­arn­ar þess eðlis að virðing sé höfð fyr­ir fram­bjóðend­um og því embætti sem þeir gefa kost á sér til.

Jafn­framt er tryggt að kepp­end­ur standi jafn­fæt­is í þraut­un­um og lík­am­leg­ir afls­mun­ir veiti ekki for­skot. Höfuðatriðið er þannig að skapa já­kvæða stemmn­ingu, en meðal keppn­is­greina er flök­un, hnýt­ing­ar og spurn­inga­keppni.

mbl.is