Efstu frambjóðendur takast á í kappræðum

Búast má við líflegum kappræðum á fimmtudaginn. Streymi af kappræðunum …
Búast má við líflegum kappræðum á fimmtudaginn. Streymi af kappræðunum verður birt klukkan 16 á mbl.is. Samsett mynd/Brynjólfur Löve

Morg­un­blaðið og mbl.is munu standa fyr­ir kapp­ræðum sem streymt verður á vef mbl.is klukk­an 16 á fimmtu­dag­inn. Aðeins fá­ein­ir dag­ar eru til kosn­inga og ætti eng­inn að láta þess­ar kapp­ræður fram hjá sér fara.

Þeir fram­bjóðend­ur sem mæld­ust með yfir 10% fylgi í skoðana­könn­un Pró­sents sem birt­ist á mánu­dag munu taka þátt í kapp­ræðunum. Það eru fram­bjóðend­urn­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, Halla Tóm­as­dótt­ir, Halla Hrund Loga­dótt­ir, Bald­ur Þór­halls­son og Jón Gn­arr. 

Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son verða þátta­stjórn­end­ur og munu spyrja fram­bjóðend­ur krefj­andi spurn­inga og vænta má líf­legra umræðna. Eins og fyrr seg­ir þá verða kapp­ræðurn­ar aðgengi­leg­ar öll­um á mbl.is klukk­an 16 á fimmtu­dag.

Í til­efni for­seta­kosn­ing­anna hef­ur Morg­un­blaðið og mbl.is ferðast í kring­um landið og haldið opna for­seta­fundi með fyrr­nefnd­um fram­bjóðend­um. Viðtök­urn­ar hafa verið mjög góðar og greini­legt að áhugi lands­manna á fram­bjóðend­un­um og því sem þeir hafa fram að færa er ósvik­inn.

mbl.is