Námundun og frávik í könnunum

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skoðanakann­an­ir í kosn­inga­bar­áttu eru einkum gagn­leg­ar fyr­ir fram­boðin, en þær eru líka for­vitni­leg­ar fyr­ir kjós­end­ur um hvernig gangi, jafn­vel til þess að meta hvort menn eigi að nenna á kjörstað þegar þar að kem­ur.

Þær mæl­ing­ar eru þó aldrei hár­ná­kvæm­ar, birta aðeins af­stöðu svar­enda, en með því að vigta svör­in eft­ir hóp­um (t.d. eft­ir aldri, kyni, bú­setu, mennt­un, tekj­um eða ámóta) má láta svar­enda­hóp­inn sam­svara fólki á kjör­skrá vel og fá nokkuð glögga hug­mynd um fylg­isþróun og af­stöðu al­menn­ings í heild.

Rúm vik­mörk

Eft­ir sem áður eru reiknuð út vik­mörk, sem sýna með nokk­urri vissu það fylg­is­bil sem fram­bjóðandi eða flokk­ur gæti hafa vænst þegar könn­un­in var gerð.

Vik­mörk geta verið býsna rúm, eins og sést á því að Halla Hrund var í síðustu könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið tal­in vera með 21% fylgi, en það gæti verið svo hátt sem 23,2% eða svo lágt sem 19,0% sem er ríf­lega 4% bil. Ef svo mjótt er á mun­um blas­ir við að úr­slit­in munu ráðast í þeirri þykku þoku vik­marka.

Þegar litið er á fylg­isþróun þeirra fjög­urra fram­bjóðenda, sem nú njóta mests fylg­is, blas­ir vand­inn við, sem er að þeir virðast all­ir hafa verið að fær­ast á sömu slóðir og nær að tala um þrísýnu en tví­sýnu, þó vita­skuld geti allt breyst næstu daga.

Þar þarf þó ekki allt að vera sem sýn­ist, því hin ýmsu rann­sókna­fyr­ir­tæki eru ekki að fá sömu mæl­ing­ar, jafn­vel ekki sömu dag­ana. Um leið má sjá að Pró­sent mæl­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur jafn­an tölu­vert lægri en hin fyr­ir­tæk­in gera, en þar virðist Halla Hrund helst njóta þess í hærra fylgi.

Verður ljóst um helg­ina

Þetta skipt­ir ljós­lega máli. Miðgildi Katrín­ar hjá Pró­senti er 21% en hjá hinum fyr­ir­tækj­un­um er það 27%. Reyn­ist þau hafa rétt­ara fyr­ir sér myndi það duga Katrínu til sig­urs síðustu vik­ur.

Fyr­ir þess­um mun geta verið gild­ar aðferðafræðileg­ar ástæður; úr­tök eru mis­mun­andi og vigt­un­in sömu­leiðis, en Pró­sent veg­ur t.d. ekki mennt­un­arstig líkt og Maskína og Gallup. Hvort reyn­ist nær lagi kem­ur í ljós um helg­ina.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: