Sum sambönd eiga ekki að endast ævilangt

Sum sambönd eru góð þó að þau endi með skilnaði.
Sum sambönd eru góð þó að þau endi með skilnaði. Ljósmynd/Unsplash/Vince Fleming

Dené Log­an er fjöl­skylduráðgjafi sem seg­ir að ára­fjöldi sé ekki góður mæli­kv­arði á gæði sam­banda.

„Við búum í sam­fé­lagi þar sem mæli­stik­an á góð sam­bönd er hveru lengi þau vara. Þeim er hampað mest sem halda lengst út. Eng­inn hugs­ar þó út í það hvort það ríki gagn­kvæm virðing í sam­band­inu. Eða hvort þau myndu taka all­ar sömu ákv­arðan­irn­ar ef þau fengu að gera allt upp á nýtt. Við spyrj­um ekki áleit­inna spurn­inga því þau til­heyra ekki þess­ari dæmi­gerðu for­gangs­röðun sem rík­ir í sam­fé­lag­inu. Það sem virðist skipta mestu máli er að ramm­inn sé traust­ur - al­veg óháð því hvernig fólki líður inn­an ramm­ans,“ seg­ir Log­an í pistli sín­um á Goop.com.

Höf­um normalíserað sam­bönd sem líkja má við fang­elsi

„Við höf­um normalíserað sam­bönd sem líkja má við fang­elsi frek­ar en eitt­hvað sem auðgar lífið. Mak­inn er meira eins og pirr­andi her­berg­is­fé­lagi frek­ar en besti vin­ur og ást­maður. “

„Þessi sýn mín kem­ur frá starfi mínu sem hjónaráðgjafi. Fólk er að reyna að finna til­gang í sam­bandi sínu en hver er raun­veru­leg­ur til­gang­ur með sam­bönd­um?“

„Góð sam­bönd snú­ast um meira en bara að negla hina mann­eskj­una niður og vita að hún sé ekki á leiðinni neitt. Nú­tíma­sam­bönd snú­ast frek­ar um inn­blást­ur og mót­tæki­leika og að vera for­vit­inn um hina mann­eskj­una.“

„All­ir sem hafa verið gift­ir geta staðfest að dína­mík­in í hjóna­bandi get­ur verið mjög flók­in. Eitt­hvað sem ut­anaðkom­andi aðilar geta ekki fylli­lega skilið. Ég er ekki einu sinni viss um að fólkið sjálft skilji eigið hjóna­band. Þegar hjóna­bandi lýk­ur þá nær maður ekki endi­lega að skilja það til fulls hvað olli. Oft snýst þetta um til­finn­ing­ar um svik, ástarsorg og að vera yf­ir­gef­inn. Það er skilj­an­legt að fólki líður illa þegar það geng­ur í gegn­um skilnað enda er þetta eitt­hvað sem við höf­um byggt upp líf okk­ar í kring­um auk þess sem sam­fé­lagið seg­ir okk­ur stöðugt að skilnaður tákni að manni hafi mis­heppn­ast eitt­hvað í líf­inu og maður upp­lif­ir vissa út­skúf­un.“

End­ur­skil­grein­um sam­bönd­in

Log­an seg­ir mik­il­vægt að end­ur­skil­greina hvað felst í góðu sam­bandi.

„Lengd sam­bands seg­ir ekk­ert um gæði þess held­ur hversu sönn við erum í sam­band­inu og hvort þar ríki gagn­kvæm virðing. Hvað ef við mynd­um skil­greina vel­heppnuð sam­bönd út frá því hversu mjög sam­bandið hvet­ur okk­ur til þess að halda áfram að vaxa og þrosk­ast?“

Til­gang­ur sam­banda hef­ur þurft að breyt­ast með þróun sam­fé­lags­ins. Við þurf­um ekki leng­ur að sjá fólk sem eign. Ef við ætl­um að skuld­binda okk­ur þá get­ur ör­yggi og dauðleiki okk­ar ekki verið eini hvat­inn til að halda í sam­bandið. Slík­ir hvat­ar eru byggðir á ótta. Ótta um að vera einn og út­skúfaður úr sam­fé­lag­inu. 

Eig­um að vaxa ævi­langt

Okk­ar hlut­verk í líf­inu er að horf­ast í augu við ótt­ann. Við eig­um ekki að vera á hliðarlín­unni. Þannig kom­umst við áfram.

 Það er séstakt að við skilj­um að börn eiga að þrosk­ast og dafna yst sem innst. En svo höld­um við að það eigi bara að hætta í kring­um átján ára ald­ur­inn. Það er stór mis­skiln­ing­ur. Lífið á að vera einn sam­felld­ur lær­dóm­ur þar sem við höld­um áfram að þrosk­ast fram til dauða dags. Sam­band þarf að geta haldið utan um það ferli.

„Stund­um ger­ist það að það sem eitt sinn ýtti und­ir vöxt og þroska, hætt­ir að gera það þegar við höf­um náð ákveðnum breyt­ing­um. Þetta er ekki tákn um að vera mis­heppnaður. Að hugsa um enda­lok sam­bands með nei­kvæðum hætti get­ur fylgt manni í gegn­um lífið og haft mjög slæm áhrif á and­lega heilsu.“

„Mér lík­ar við þig, sjá­um hvernig þetta fer er hug­ar­far sem ætti að fylgja manni í sam­bandið. Það er ekk­ert ör­uggt í þess­um heimi. Við lif­um og deyj­um. Við verðum ást­fang­in og skipt­um um skoðun um það sem við vilj­um.“

„Stund­um renna sam­bönd sitt skeið. Það er óþægi­leg­ur sann­leik­ur en hann er byggður á raun­veru­leik­an­um. Við þurf­um að vera opin fyr­ir óviss­unni því ann­ars held­ur ótt­inn við óviss­una aft­ur af manni. Ef við horf­umst ekki í aug­un við sann­leik­ann í líf­inu þá end­um við í ógöng­um.“

mbl.is