Móðir Beyoncé opnar sig um einelti dóttur sinnar

Tónlistarkonan Beyoncé.
Tónlistarkonan Beyoncé. mbl.is/AFP

Stór­stjarn­an Beyoncé hef­ur ekki alltaf átt daga sæla en móðir henn­ar, Tina Know­les, seg­ir í mynd­bandi fyr­ir Vogue að tón­list­ar­kon­an hafi verið afar feim­in og verið lögð í einelti sem barn. Know­les bæt­ir við að Beyoncé hafi alltaf haft hug­rekki til að standa upp fyr­ir þeim sem minna mega sín.

„Hún stóð ekki upp fyr­ir sjálfri sér, en hún gerði það fyr­ir aðra. Ég fæ kökk í háls­inn við að tala um það. Ég bara gæti ekki hafa verið stolt­ari af henni.“

Beyoncé á yngri syst­ur, So­lange Know­les 37 ára, og eldri stjúp­syst­ur, Biöncu Law­son 45 ára, en Know­les seg­ir að dæt­ur henn­ar hafi all­ar verið ólík­ar í æsku. 

„Öll börn eru ólík! En líka mjög sér­stök. Ég trúi að börn séu fædd með sinn per­sónu­leika. Stelp­urn­ar mín­ar þrjár gerðu all­ar hlut­ina á mjög mis­mun­andi vegu. Lærðu á per­sónu­leika barna þinna og berðu virðingu fyr­ir ein­stak­lings­ein­kenn­um þeirra,“ sagði Know­les.

Í dag á Beyoncé glæst­an fer­il að baki og slær hvert metið á fæt­ur öðru í tónlist. Fyr­ir ári síðan hlaut söng­kon­an sín 32. Grammy-verðlaun en eng­inn í sög­unni hef­ur unnið verðlaun­in jafn oft og hún.

Page Six

Söngkonan Beyonce full sjálfstrausts með Grammy-verðlaunin en hún hefur líka …
Söng­kon­an Beyonce full sjálfs­trausts með Grammy-verðlaun­in en hún hef­ur líka yf­ir­stigið erfiðleika og er mann­leg, al­veg eins og við hin. AFP
mbl.is